Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 44

Hljóðabunga - 01.11.1978, Síða 44
gjafa, s.s. vatns og vinda, sem maðurinn hefur um langan aldur hagnýtt, ma. til siglinga. Þó hér hafi verið rakin þróun í lífsháttum manns- ins og uppgötvun nýrra orkugjafa líkt og þróunin væri samfelld, þannig að eitt tæki við af öðru á ákveðnum tíma, skal því ekki gleymt að enn eru við líði á jörðinni öll þau lífshátta- stig sem nefnd hafa verið. Það er því fyrst og fremst hagnýtingarform orkunnar sem ráða hve framleiðslan er mikil í hverju samfélagi. En þetta er alls ekki það eina og nefna má fleira, s.s. magn náttúru- legra auðlinda og tækni til að hagnýta orkuna. Þessi atriði vega þungt í samanburði á orku- neyslu iðnríkja. En snúum okkur það að framleiðinni. Hún fellur inn í hina hálf-sögulegu þróun hér að framan, á þann hátt að þegar fundinn er nýr orkugajafi, er leitað allra ráða til að láta orkuna, og þá einhverja orkueiningu, skila sem mestu framleiðslumagni. Tækniskipulag og vinnsluaðferðir geta haft áhrif á fram- leiðslumagnið, þó að orkuneyslan breytist ekki. Framleiðni segir því til um hve vel tekst að nýta orkuna til framleiðslu. En þegar við ætlum að gera okkur betur grein fyrir fram- leiðni rekumst við á hindrun: Það er mjög erfitt að mæla framleiðni, þó að í okkar tilfelli megi hugsa sér hana sem einhvers konar hlutfall orkuneyslu og þjóðarframleiðslu. Við verðum því að láta okkur nægja óljósar hug- myndir um framleiðslustig meðal þjóða, s.s. að á okkar tíma sé framleiðni Bandaríkjamanna ogjapana mikil, en íslendinga mjög lítil. En til þess að nefna einhverjar tölur tengd- ar hagrænni menningargreiningu, skal hér tilgreind orkuneysla á íbúa í nokkrum löndum árið 1974. Samkvæmt skýrslu OECD hefur orkunotkun Bandaríkjamanna verið allra þjóða mest árið 1974, og var jafngildi 8,09 tonna af olíu á hvern íbúa. Bretar notuðu á sama ári sem svaraði 47% af neyslu Banda- ríkjamanna, og þótt undarlegt megi virðast notuðu fslendingar jafngildi 66% af sömu tölu. I) Enn skal þó lögð áhersla á hve framleiðni hefur mikið að segja í hagrænni menningar- greiningu og hve lítil hún er hér á landi miðað við tæknivædd lönd eins og Bandaríkin og V-Þýskaland. Við höfum heldur ekki innleitt fjöldaframleiðsluhætti, sem auka framleiðsl- una svo mjög í iðnaðarríkjunum. Tengsla greining „Skarpar andstæður eru milli einfaldra samfé- laga og flókinna siðmenningarsamfélaga. ...Lýsa má vel andstæðunum sem „stöðu gegn samn- ingum". STAÐA á við samfélög sem eru skipulögð með ættar- og persónulegum böndum (einföld samfélög), og SAMNINGUR á við samfélög eins og okkar eigin (U.S.A., innskot J.G.) þar sem grund- völlur samfélagskerfisins eru ópersónuleg bönd, gegnum eignir, búsetu og almenn áhugamál, þótt einhver presónuleg tengsl ætternis og vinskapar geti átt þar heima.“ Endursögn Edward Norbecks á sjónarmiði Sir Henry S. Maine. Böndin sem rætt er um í þessari tilvitnun eru öll þau sem tengja samfélagsþegnana saman. Þau geta birst á ýmsan hátt, t.d. sem tengsl milli einstaklinga, fjölskyldna, og hópa. Tengslagreiningin rannsakar hvort um er að ræða blóðbönd, vináttubönd eða hags- munabönd, og séu margs konar tengsl fyrir hendi, þá er athugað hver þeirra séu mest áberandi og mikilvægust fyrir samfélagið. Tengslagreiningin leggur áherslu á þróun frá persónulegum tengslum til ópersónulegra tengsla. Samkvæmt þessari aðferð, má finna hvar ákveðin menning er á vegi stödd, með því að athuga hvaða tengsl eru mikilvægust. En lítum nánar á tvö ólík tengslastig. Eins og segir í tilvitnunninni í upphafi kaflans, eru blóðbandatengsl mjög áberandi í einföldum samfélögum. Erfitt er að draga upp einfalda mynd af þessum tengslum, en þó skulu hér nefnd nokkur atriði. Makaval fer t.d. gjarnan eftir blóðbandartengslum, þannig að tveir einstaklingar, sem hafa ákveðinn blóðskyldleika, eru strax í bernsku taldir heppilegir makar. Forysta í hagsmunamálum og jafnvel andlegum málum fer í þessum samfélögum eftir blóðböndum. Mismunandi er hvort hópar í kringum forystumenn eru ættbálkar, frændgarðar eða ættir, en slíkt er stigsmunur, þar sem grundvallar reglan er sú sama: virðingarstaða einstaklings ræðast af því hverra manna hann er. Vinátta er oft mjög alvarlegur hlutur í þessum samfélögum, eins og fóstbræðralagið norræna er dæmi um. 44 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.