Hljóðabunga

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 32

Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 32
Slík menntun verður ekki mæld í tölum. Þess vegna er það skólunum ómögulegt, í öllu þeirra mælinga- og prófafargani, að mæla eða gefa einkunnir fyrir frumleik í hugsun, göfgi tilfinninga, siðferðisþrek, vinnugleði eða þekk- ingarþrá, svo fátt eitt sé nefnt. En hvers konar menntun býður skólakerfið nemendum sínum? Grunnskólinn, eða barna- og gagnfræðaskólar, svo og menntaskólar, leggja áherslu á öflun þekkingarbrota. Tækni- og verkmenntaskólar veita nemendum sínum starfsþekkingu. Hvergi er hins vegar að sjá að andlegur þroski eða ræktun hinna mikilvæg- ustu eiginleika í fari mannsins sé haft að leiðarljósi í skólastarfi. Það virðist eiga að koma einhvern veginn af sjálfu sér. Þess vegna er það, að út úr skólakerfinu fellur á hverju ári fjöldi einstaklinga, sem hefur að einhverju leyti misst trú á eigin mátt og ágæti. Og þess vegna útskrifast á hverju ári „menntamenn“, margir hverjir fullir sjálfsánægju og hroka, og ætla sér að hafa vit fyrir hinum „ómenntaða” fjölda. Hvað ber að gera? Öllum ætti að vera ljóst að skóla- og menntamál eru öðrum þræði stjórnmál, bæði vegna hlutverks skólakerfisins í þjóðfélaginu, sem hér að framan var vikið að, og vegna hins, að engar róttækar breytingar verða fram- kvæmdar í menntamálum, nema gegnum Al- þingi og embættismannakerfið, eins og sakir standa. Því verður ekki neitað, að í lögum um skóla og í almennum námsskrám er tæpt á fögrum fyrirheitum (enda eru opinber markmið jafnan háleit). Framkvæmd þeirra er hins vegar önnur saga. Annars vegar vegna þess, að skólastarfsemi er kostnaðarsöm og til hennar er varið alltof litlu fjármagni, bæði til skólabygginga, reksturs skóla, kennaramennt- unar og kennaralauna. Hins vegar vegna þess að hið tiltölulega fagra markmið laganna er ósamrýmanlegt núverandi hlutverki skólanna í okkar samkeppnis- og iðnvædda neysluþjóð- félagi. Þar er markmiðið í rauninni að gera manninn að vinnudýri í einhverjum hluta atvinnuveganna, til að viðhalda efnahagslegu ástandi: hagvexti og framförum, eins og það fslenskir grunnskólanemendur mótmæla sam- ræmdu landsprófi í valdatíð Vilhjálms frá Brekku. heitir. Þess vegna er það eitt hlutverk skól- anna, þegar betur er að gáð, að viðhalda ákveðinni fáfræði, í því formi að upplýsingar og hugmyndir um breytta þjóðfélagsskipan og lifnaðarhætti eru bannorð, tabú, í skólafræðsl- unni og flokkast undir pólitískan áróður (þ.e. kommúnískan áróður). Umræður um þetta síðastnefnda atriði hafa verið mjög áberandi undanfarin misseri og nú í nýaf- stöðnum kosningum var svokallaður „kommúnískur áróður“ eitt af kosningabrögðum Sjálfstæðisflokks- ins. T.d. sagði frú Sigurlaug Bjarnadóttir, fyrrv. alþm. Vestfirðinga á kappræðufundi í Alþýðuhúsinu á ísafirði, þ. 15 júní: „Ég hefi á hverjum fundi hingað til, og ég skal gera það líka núna, varað við þeim aðferðum sem kommúnistar beita í áróðri sínum og þá sérstaklega hvernig þeir nota skólana okkar til þess að koma fram sínum áróðri.“ I Morgunblaðinu mátti einnig sjá nokkra leiðara og greinar í sama dúr. Það einkenndi þessi áróðursskrif á hendur kennarastéttinni, að engin rök voru færð fyrir málinu, aðeins órökstuddar fullyrðingar. Skrif og deilur af þessu tagi hafa einnig verið 32 HLJÓÐABUNGA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.