Hljóðabunga

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 5

Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 5
■» hendinni. Ef þeir geta séð sér færi að hlaupa í burtu til einhvers ennþá feitara annars staðar á landinu í skjóli þeirrar dýrðar sem þeir hafa aflað sér, þá eru þeir farnir. Finni Jónssyni var veitt fulltingi af fjöldanum og komst á þing og svo varð hann ráðherra ofan á allt það. Nú veit enginn hvað hefur orðið af Samvinnufé- laginu. Það er ákaflega eðlilegt hve.rnig þetta hefur gufað upp allt hérna á ísafirði, bæði Alþýðu- ílokkurinn og fyrirtæki hans. Hvernig eiga þau að þrífast eftir að búið er að útrýma áhugasamasta fólkinu? Samvinnufélagið end- aði með því að bátarnir voru farnir að leggja inn hjá Norðurtanganum. Það var endirinn. Þeir gátu ekki hagnýtt sína eigin vöru. Kaup- félagið hélt margar greinar en þetta hefur allt verið látið til gæðinga. Núna framleiðir það ekki neitt og gerir ekki neitt, bara verslar. ÞREFALDUR I' RQÐINU w Allir sem unnu hjá Samvinnufélaginu lögðu fram 3% af kaupi sínu í félagssjóð og aðrir lögðu fé í bátana. Svo var það einn góðan veðurdag að það var eitthvað hart í ári hjá félaginu og Finnur fór fram á það við fólkið á félagsfundi að það léti eftir þennan sjóð sem þá var orðinn um 70.000 kr., sem ekki var svo Iítið í þá daga. Allir sem einn sögðu já. Það, sem þeir áttu, vildu þeir láta. Eftir dálítinn tíma fór Finnur suður í Reykjavík og hitti vin sinn, Héðin Valdimarsson, sem þá var orðinn umboðssali fyrir olíufélagið BP, og fékk per- sónulega umboð til að hafa hér olíusölu á ísafirði. Hann var póstmeistari fyrir ríkið og um leið framkvæmdastjóri Samvinnufélagsins upp á kaup sem ég man nú ekki hvað var. Það L hefur kannski verið lágt en hann fór fram á kauphækkun sem framkvæmdastjóri félags, sem er nýbúið að fá 70.000 kr. frá verkafólk- inu. Ég var nú tungulangur við Vilmund þegar ég heyrði þetta og sagði að það kæmi bara ekki til mála að hækka við Finn í Samvinnufé- laginu. Hann væri þrefaldur í roðinu og hefði alveg nóg. Þetta var dálítið illa séð og ég varð ekki vinsæll. Ég hafði unnið eitt sumar hjá Samvinnufélaginu og var töluvert innan undir hjá verkstjóranum, bæði vorum við góðir kunningjar og svo var ýmislegt sem ég gat hjálpað honum með svona. Hann hét Pálmi Kristjánsson og var Norðlendingur. Honum er tilkynnt að hann mætti ekki hafa mig í vinnu í félagi sem ég var sjálfur í. Jasja, allt í lagi. Seinna um sumarið bauð hann mér að koma þessi verkstjóri. „Nú hvað heldurðu að húsbóndi þinn segi“, segi ég. „Ég spyr hann ekkert að því. Mig vantar fólk“, segir hann. „Nei, nei, þakka þér fyrir“, segi ég. „Ég fer ekkert að koma mér í klíku hjá Finni. Það er ekkert mannbætandi.“ Og ég fór til sjós sem kokkur eða eitthvað svoleiðis. RfKEY OG SÆMUNDUR Svo líður dálítill tími og þá eru hér barna- mörg hjón, sem hétu Ríkey og Sæmundur, og HLJÓÐABUNGA 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Hljóðabunga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.