Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 3
Ávarp
til lesenda
Skilyrði þess að hægt sé að gefa út
lítið menningarrit á Vestfjörðum sem
þetta, ætlað Vestfirðingum aðallega, er
ekki aðeins áhugi og starf ritnefndar.
Ákaflega stóran þátt eiga styrktarmenn
okkar, auglýsendur og aðrir þeir sem
hafa fjármagnað blaðið. Ef til vill eiga
í tilefni
forsíöu
Svala Sigurleifsdóttir er ísfirðingur.
Hún er fædd 10.6. 1950. Svala lauk
kennaraprófi 1972 og síðan stúdents-
prófi. Hún stundaði nám í Myndlista- og
handíðaskólanum um þriggja ára
skeið, en hélt síðan til Bandaríkjanna
og lauk BA prófi við listaháskóla í
Colorado. Hún hefur tekið þátt í sam-
sýningum og hélt einkasýningu á verk-
um sínum í marz 1978 í sýningarsal
Bókasafnsins á ísafirði.
þó lesendurnir sjálfir og móttökur
þeirra stærstan þátt í tilveru Hljóða-
bungu, því að án lesenda er tímarit
einskis virði og gildir þá einu hversu
vandað efnið er eða um hve mikilvæg
mál er fjallað.
Ef allir leggjast á eitt, styrktarmenn,
auglýsendur, skríbentar og lesendur,
má ætla að ritið eigi nokkra framtíð fyrir
sér. Von okkar, sem höfum lagt ómæld-
an tíma og vinnu í rit þetta, er sú, að
Hljóðabunga geti orðið vettvangur bók-
mennta, þjóðlegs fróðleiks og félags-
legrar umræðu. Vettvangur, sem í
senn yrði skemmtilegur og fróðlegur,
gagnrýninn og upplýsandi. Það er von
okkar, að um Hljóðabungu verði hægt
að segja, að þar heyrist hljóð úr horni,
að hún upplýsi og gefi ný útsýn, líkt og
sá staður á hæstum Drangajökli sem
ritið er kennt við.
HLJÓÐABUNGA
3