Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 15

Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 15
hrint inn í vítahring stöðnunar og sífellt þyngri skuldabyrði, meðan auðhringarnir hrósa happi á tvennum vígstöðvum: Þeir fá að starfa í landinu og nýta auðlindir þess (oftast hráefni sem þeir flytja óunnin úr landi) og í öðru lagi fá þeir að selja vöru sína hömlulaust í landinu. „Sérfræðingar“ sjóðsins eru á ferðinni hér af og til, t.d. er í Morgunblaðinu 9. nóvember 1977 getið um að þrír fulltrúar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hafi dvalist hér í rösklega viku- tíma og rætt við ráðherra, ráðuneytismenn, bankastjóra Seðlabankans og starfsmenn Þjóð- hagsstofnunar. Engum sögum fer af þeim viðræðum, en telja má víst að hinir vísu sendimenn hafi verið að leggja á ráðin um fjárlagafrumvarp Ríkisstjórnarinnar, - og boð- að sína vanalegu stefnu; viðskiptafrelsi, geng- isfellingu og samdráttarstefnu. Skuldir íslendinga við sjóðinn námu í apríl 1977 62,2 milljónum Sérstakra dráttarrétt- inda (SDR), sem er sú mynteining sem sjóður- inn notar. Samkvæmt kvóta íslands hjá sjóðn- um fáum við 11,5 milljónir SDR í yfirdrátt, án nokkura skilyrða, en þegar upp fyrir þá upphæð kemur verða skilyrði sjóðsins um „rétta“ efnahagsstefnu harðari og harðari. Hvaða fyrirmæli ráðherrum og Seðlabanka- stjórum hafa verið gefin í nóvembermánuði 1977 skal ósagt látið, en ekki er laust við að efnahagsráðstafanir síðasta árs eigi sér sam- hljóm í hinum vanalega „ráðleggingalista“ Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: Samdráttur í opin- berum fjárfestingum og bankaútlánum, hækk- un vaxta, gengisfelling, kaupskerðing og rýmkun á verðlagseftirliti. Listinn er þó ekki tæmdur, næst megum við því trúlega búast við að dregið verði úr niðurgreiðslum á neysluvörum, gjaldeyrisverslun verði gefin frjáls og ný stóriðjuáform á vegum auðhringa komi fram í dagsljósið. Alþjóðabankinn ber einnig hag auðhringa mjög fyrir brjósti. T.d. er hann tregur til að veita lán til þjóðlegrar iðnaðaruppbyggingar sem líkleg er til að gera landið efnahagslega sjálfstætt, en veitir gjarnan lán til vega, hafna og annarra framkvæmda sem koma auðhring- um til góða. Á íslandi hefur hann veitt lán til stórvirkjana í samræmi við þessa stefnu sína, og haft hönd í bagga við gerð stóriðjusamn- ingana. I yfirlýsingu í tilefni ráðstefnu um Alþjóða- bankann, frá þeim Elíasi Davíðssyni og Engil- bert Guðmundssyni, (Dbl. 14. 2. 1978) segir eftirfarandi: „Samskipti Alþjóðabankans við ísienska rfkið eru gott kennslubókardæmi um aðferðir bank- ans. Annars vegar tryggja samningar ALUSUISSE við íslenska ríkið að deilum milli þessara aðila sé vísað til gerðardóms bankans í Washington. Hins vegar voru sett í lánasamning bankans við íslenska ríkið vegna SIGÖLDUVIRKJUNAR ákvæði sem tryggja af- komu og stöðu ALUSUISSE á íslandi. Sam- kvæmt samningum þessum falla lán vegna Sig- ölduvirkjunar í gjalddaga ef íslenska rfkið end- urskoðar samninga sína við ALUSUISSE án samráðs við bankann". Stefna bankans gagnvart hinum ýmsu þjóð- ríkjum hefur á undanförnum árum opnað augu margra fyrir því að hann er ekki hlutlaus alþjóðastofnun eins og nafn hans bendir til. Bankinn er lipur í viðskiptum við gerræðis- stjórnir á borð við herforingjaklíkuna í Chile, svo framarlega sem þessar stjórnir veita auð- hringum athafnafrelsi. Dæmigert er að á valdatíma Allende-stjórnarinnar í Chile neit- aði Alþjóðabankinn að lána þangað fé, enda hafði sú stjórn þjóðnýtt ýmsar eignir auð- hringa og stefndi að efnahagslegu sjálfstæði og sósíalisma. Áhrif þessara tveggja stofnana, Alþjóða- banka og Alþjóðagjaldeyrissjóðs, eru meiri á íslandi en margan órar fyrir. Þessi áhrif hafa vaxið í kyrrþey, enda þagað um þau í fjölmiðl- um. Það er heldur ekki á allra vitorði að þau ríki eru til (s.s. Filipseyjar og Sri Lanka) sem vegna óhóflegrar skuldasöfnunar á síðustu tveimur áratugum eiga nú allt sitt undir miskunn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar hafa erindrekar sjóðsins nú tekið við stjórn efna- hagsmála, og er þá raunar matsatriði hvort þessi ríki geti talist sjálfstæð öllu lengur. Ef fram heldur sem horfir með skuldasöfnun íslenska ríkisins kann það þó aðeins að vera tímaspursmál hvenær ísland verður komið í sömu aðstöðu. Að lokum Tilgangurinn með þessum skrifum er fyrst og fremst að sýna fram á að innflutningsfrelsið er ekki allt þar sem það er séð, heldur dregur HLJÓÐABUNGA 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.