Hljóðabunga - 01.11.1978, Qupperneq 65
Ókunn.: ... í fyrrakvöld þeir fóru að... (Gústi
kemur inn með tvö glös.)
Gústi: Þau eru sko mörg vandamálin í heimin-
um.
Ókunn.: En hvað er barnavandamálið við hlið-
ina á giftrakvenna-vandamálinu? —Þakka þér
fyrir.
Gústi: Giftrakvenna...?
Ókunn: Ég sagði það: giftrakvenna-
vandamálinu. Á undanförnum árum hafa þær
bókstaflega kastað sér útá vinnumarkaðinn.
Afleiðingarnar hafa heldur ekki látið á sér
standa: börnin ganga sjálfala, eiginmennirnir
þjást af streitu og sjálfar missa þær allan
sjarma. Þar með er þó aðeins hálf sagan sögð.
Lausung fer í vöxt. Ég veit að sjálfsögðu ekki
hvernig ástandið er á ísafirði í þessum efnum,
en hér á Stórreykjavíkursvæðinu lætur nærri
að framhjáhöld giftra kvenna hafi aukist um
35% á síðastliðnum fimm árum.
Gústi: Á ísafirði, herra minn trúr...
Okunn.: En hvað á að gera? Ber okkur ekki að
beita öllum hugsanlegum ráðum til að snúa
þessari þróun við?
Gústi: Það er lífspursmál, segi ég.
Ókunn.: Einmitt! Mesta lífspursmál þessarar
þjóðar. En hvernig verður það leyst?
Gústi: Það er nú það.
Ókunn.: Abraham Lincoln hefði sagt... Hvað
hefði hann sagt?
Gústi: Hann... hann hefði sagt að... að þjóðin
þyrfti að vera sjálfri sér mjög samkvæm í þessu
máli.
Ókunn.: Akkúrat! Sjálfri sér samkvæmari í
þessu máli en nokkru öðru. Með öðrum orð-
um: við verðum að leita til þeirra sem reynsl-
una hafa. Kaupa hana fyrir dýrmætt land af
okkar dýrmæta landi. Fá hingað menn á borð
við Billy Graham... Konan þín er eitthvað
óróleg.
Gústi: Hún fór í frystihúsið í sumar. ,,Sér til
upplyftingar“ einsog hún sagði. Síðan er hún
búin að vera svona.
Ókunn.: Jahérna, ekki grunaði mig þetta. —Þá
er kannski kominn tími til að ég segi á mér
deili. Ég er að vísu sérfræðingur flokksins í
varnarmálum, en það er ekki starf mitt og
hefur aldrei verið. Ég er framkvæmdastjóri
Samstarfsnefndarinnar. (í trúnaði:) Hún er
reyndar ekki opinber ennþá, en svona okkar á
milli, Gústav, fyrst við erum flokksbræður og
Sviðsmynd úr Gústi Jónu Jóns.
eigum eftir að starfa saman: hún er skipuð af
Utanríkisráðuneytinu og Sendiráðinu og fæst
við ýmis vandamál félagslegs eðlis, smá og
stór.
Gústi: Treystu mér, ég er þögull sem gröfin.
Ókunn.: Þögull sem gröfin og víðsýnn sem örn-
in. Það verður sannarlega ánægjulegt fyrir
mig að berjast fyrir því að þú verðir kosinn í
einhverja nefnd sem máli skiptir.
Gústi: Vinur,þakka þér fyrir...
Ókunn.: Vinir erum við og betri vinir verðum
við. Og því til staðfestingar - fyrst ég hef
ekkert sérstakt fyrir stafni framað fundi, og
auk þess tiltölulega nýr í stöðu framkvæmda-
stjóra Samstarfsnefndarinnar og óðfús að
spreyta mig á nýjum verkefnum - þá býðst ég
til að tala einslega við konuna þína hérna
frammi og sjá hverju ég fæ áorkað. (Dóra
stendur upp.)
Gústi: Já, það... það var auðvitað mjög vel
boðið. En... þið farið ekki að skilja mig eftir
einan, ha?
Ókunn.: Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir
HLJÓÐABUNGA
65