Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 65

Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 65
Ókunn.: ... í fyrrakvöld þeir fóru að... (Gústi kemur inn með tvö glös.) Gústi: Þau eru sko mörg vandamálin í heimin- um. Ókunn.: En hvað er barnavandamálið við hlið- ina á giftrakvenna-vandamálinu? —Þakka þér fyrir. Gústi: Giftrakvenna...? Ókunn: Ég sagði það: giftrakvenna- vandamálinu. Á undanförnum árum hafa þær bókstaflega kastað sér útá vinnumarkaðinn. Afleiðingarnar hafa heldur ekki látið á sér standa: börnin ganga sjálfala, eiginmennirnir þjást af streitu og sjálfar missa þær allan sjarma. Þar með er þó aðeins hálf sagan sögð. Lausung fer í vöxt. Ég veit að sjálfsögðu ekki hvernig ástandið er á ísafirði í þessum efnum, en hér á Stórreykjavíkursvæðinu lætur nærri að framhjáhöld giftra kvenna hafi aukist um 35% á síðastliðnum fimm árum. Gústi: Á ísafirði, herra minn trúr... Okunn.: En hvað á að gera? Ber okkur ekki að beita öllum hugsanlegum ráðum til að snúa þessari þróun við? Gústi: Það er lífspursmál, segi ég. Ókunn.: Einmitt! Mesta lífspursmál þessarar þjóðar. En hvernig verður það leyst? Gústi: Það er nú það. Ókunn.: Abraham Lincoln hefði sagt... Hvað hefði hann sagt? Gústi: Hann... hann hefði sagt að... að þjóðin þyrfti að vera sjálfri sér mjög samkvæm í þessu máli. Ókunn.: Akkúrat! Sjálfri sér samkvæmari í þessu máli en nokkru öðru. Með öðrum orð- um: við verðum að leita til þeirra sem reynsl- una hafa. Kaupa hana fyrir dýrmætt land af okkar dýrmæta landi. Fá hingað menn á borð við Billy Graham... Konan þín er eitthvað óróleg. Gústi: Hún fór í frystihúsið í sumar. ,,Sér til upplyftingar“ einsog hún sagði. Síðan er hún búin að vera svona. Ókunn.: Jahérna, ekki grunaði mig þetta. —Þá er kannski kominn tími til að ég segi á mér deili. Ég er að vísu sérfræðingur flokksins í varnarmálum, en það er ekki starf mitt og hefur aldrei verið. Ég er framkvæmdastjóri Samstarfsnefndarinnar. (í trúnaði:) Hún er reyndar ekki opinber ennþá, en svona okkar á milli, Gústav, fyrst við erum flokksbræður og Sviðsmynd úr Gústi Jónu Jóns. eigum eftir að starfa saman: hún er skipuð af Utanríkisráðuneytinu og Sendiráðinu og fæst við ýmis vandamál félagslegs eðlis, smá og stór. Gústi: Treystu mér, ég er þögull sem gröfin. Ókunn.: Þögull sem gröfin og víðsýnn sem örn- in. Það verður sannarlega ánægjulegt fyrir mig að berjast fyrir því að þú verðir kosinn í einhverja nefnd sem máli skiptir. Gústi: Vinur,þakka þér fyrir... Ókunn.: Vinir erum við og betri vinir verðum við. Og því til staðfestingar - fyrst ég hef ekkert sérstakt fyrir stafni framað fundi, og auk þess tiltölulega nýr í stöðu framkvæmda- stjóra Samstarfsnefndarinnar og óðfús að spreyta mig á nýjum verkefnum - þá býðst ég til að tala einslega við konuna þína hérna frammi og sjá hverju ég fæ áorkað. (Dóra stendur upp.) Gústi: Já, það... það var auðvitað mjög vel boðið. En... þið farið ekki að skilja mig eftir einan, ha? Ókunn.: Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir HLJÓÐABUNGA 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hljóðabunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.