Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 3

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 3
arguðspjalls og víðar segir hann, að þýðingar- miklir viðburðir muni gerast í heiminum, sem muni benda þeim á, er hafa hlotið sérstakt ljós, að koma sín sé í nánd. „En þegar þetta tek- ur að koma fram, þá réttið úr yður og lyft- ið upp höfðum yðar, því að lausn yðar er í nánd,“ sagði hann. Meðal þess, sem vitnað er til, má nefna: 1. Menn gefa upp öndina af ótta og kvíða, er þeir líta til framtíðarinnar. Hver getur neitað því, að þetta er nákvæm lýsing á dýpstu kenndum nútímamannsins? Við lifum á hræðsluöld. „Stundum held ég,“ segir einn, „að við séum ekki aðeins á krossgötum, held- ur að hver vegur, sem frá þeim liggur, beri eftirfarandi áritun: Gangið hann upp á eigin ábyrgð.“ 2. Angist meðal þjóðanna er annar vottur um nálægð endalokanna. Heiminum hefur ver- ið skipt í andstæðar heildir og andrúmsloftið milli þeirra er lævi blandið. Vegna tortryggni og ótta eru margar þjóðir einangraðar bak við veggi tortryggni og ótta. Tortryggni getur af sér tortryggni. Heimurinn berst fyrir tilveru sinni. Það er ekkert vafamál, að við erum komin að þeim tíma, fremur en nokkru sinni fyrr, þegar angist ríkir meðal þjóðanna. 3. Hernaður og hernaðartíðindi eru enn fremur tiltekin sem tákn um bráða endurkomu Jesú. Stærsti útgjaldaliður hjá hverju þjóðar- búi er hemaður. jafnvel lítilsigldar smáþjóðir, sem oft eru átakanlega fátækar, eyða miklu fé í vígbúnað. Þvílíkur léttir og öryggi myndi það ekki vera fyrir okkur jarðarbúa, ef hern- aðarandinn væri útlægur gjör af jörðinni! Væri hinni sligandi byrði hemaðarþarfa létt af herðum manna, myndu lífsskilyrði margra þjóða batna, hungraðir og bágstaddir gætu þá fengið lífsnauðsynjum sínum fullnægt. En andi tortryggni og ótta ræður ríkjum. Hernaður og hernaðartíðindi fylla jörðina. Mannkynið ber helbyrði sína og horfir með ótta á það, sem yfir jörðina dynur. Það er hvorki tími né rúm til að ræða ýtar- lega öll hin mörgu tákn endalokanna, sem Jesús talaði um, en meðal þeirra var hungurs- neyð — þótt samtímis séu allsnægtir annars staðar á hnettinum. Jesús sagði líka, að náttúruhamfarir myndu eiga sér stað, og að glæpir og ofbeldi myndu aukast. J. Edgar Hoover hefur spáð því, að glæpir muni aukast um 35 af hundraði innan næstu tíu ára í Bandaríkjunum einum. Önnur lönd hafa svip- aða sögu að segja. Stórglæpum hefur fjölgað um 56 af hundraði síðan 1950. (Survey, Bul- letin, Quote, 9-14-58). Þetta er bara smá sýnis- horn af almennu ástandi heimsins. Baráttan milli verkalýðs og vinnuveitenda, sem postul- inn Jakob sagði fyrir, harðnar stöðugt. Páll postuli segir okkur frá yfirskni guðhræðsl- unnar, sem muni verða ríkjandi í trúarbragða- heiminum á síðustu dögum, (2 Tím. 3, 5) en menn muni hafna þeim guðlega krafti hennar, sem kemur fram í guðrækilegu líferni. Hvert sem litið er, sjáum við táknin, sem Ritningin framsetur og votta, að Guð vor og frelsari sé fyrir dyrum. Með tilliti til alls þessa, tákna, sem óvefengj- anlega boða bráða endurkomu Krists, hvetur postulinn Pétur okkur, sem væntum endur- komunnar, til að gefa gaum að ákveðnu atriði. Hann segir: „Þar eð allt þetta ferst þannig, hversu ber yður þá að framganga í heilagri breytni og guðrækni?“ Þessari spurningu ætti hver Aðventisti að beina að sjálfum sér í fyllstu alvöru. Hvernig er breytni okkar sem Aðventista? Á þessum mikilvægu tímum ætt- um við ekki að þora að lifa lífinu í mótsögn við trúarjátningu okkar. Við höfum verið alin upp til að boða endurkomu Krists. Við eigum að segja frá, að koma hans sé fyrir dyrum bæði í orði og athæfi. Satan vinnur að því að koma hinum trúuðu til að segja í hjarta sínu: „Herra mínum dvelst," og gefa sig að heim- inum og áhugamálum hans. Ef Satan getur vaggað Aðventistum inn í andlega deyfð, varð- ar hann engu, þótt þeir játi og prédiki end- urkomukenninguna og annað þar að lútandi, svo framarlega sem játning þeirra er eingöngu kennisetningarlegs eðlis og ekki útfærð í líf- inu. Við eigum að lifa þessi sannindi um end- urkomu Krists. Líf okkar verður að bera vitni þeirri trú, sem við játum. Við lifum á tíma endalokanna. Hin lang- þráða von um endurkomuna mun brátt verða að veruleika. Spádómamir benda til þess, að stærsti viðburður allra tíma sé í vændum inn- an skamms. Brátt mun endurlausnari okkar birtast í skýjum himinsins ásamt heilögum englum sínum. Þýðingarmesta spurningin fyr- ir okkur núna er þessi: Bý ég mig í alvöru undir þann dag? Mun ég verða tilbúinn?

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.