Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 28

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 28
verðum stöðugt að gefa hluta af þeim gjöfum, sem við fáum frá Guði. Málefni Guðs þarfn- ast guðrækinna starfsmanna, og það þarfnast fjármuna. Eigum við að halda áfram að eyða peningum okkar í einskisverða hluti meðan vanrækt verk er enn ógert? Eigum við ekki heldur að iðrast kæruleysis okkar gagnvart þessu verki og biðja um andlega dómgreind til að sjá og skilja brýnar þarfir þess, eins og við ættum að gera. Örlæti er guðlegur eiginleiki. Sjálfsfórn- andi kærleikur Krists opinberaðist á kross- inum. Manninum til freslunar gaf hann allt, sem hann átti, og síðan gaf hann sjálfan sig. Kross Krists talar til góðvildar hvers fylgj- anda frelsarans. Hugarfarið, sem við sjáum þar, er að gefa, gefa. Þegar það kemur fram í góðvild og góðum verkum, er það hinn sanni ávöxtur kristilegs lífernis. Guðs starf þarfnast manna og kvenna, sem hafa lært af Kristi. Um leið og starfsmenn Guðs sjá hann eins og hann er, munu þeir samstundis sjá sjálfa sig eins og þeir eru, og munu biðja hann um að gera þá eins og þeir ættu að vera. Sjálfselskan getur gert manninn að hindrun í stað hjálpar. I ljósi Guðs getum við séð galla okkar, og í mætti hans getum við lagfært þá. Þegar endalokin koma og jörðin ferst, mun sá, sem safnaði sér fjársjóðum á himni fá að sjá, hvað hann ávann með lífi sínu. Ef við höfum gefið gaum að orðum Krists, munum við sjá þær sálir, sem unnizt hafa fyrir starf okkar, þegar við söfnumst saman kringum há- sæti Guðs, og við munum uppgötva, að einn hefur unnið aðra og þeir enn aðra — stóran hóp, -— sem fyrir starf okkar hefur komizt inn í guðsríki, er leggur kórónur sínar við fætur Jesú og vegsamar hann um alla eilífð. Með gleði mun sá, sem starfað hefur fyrir Guð, horfa á þessar endurleystu sálir, sem taka þátt í dýrð Krists. Hversu dýrmætur verður himininn þeim, sem hafa unnið með trúmensku að frelsun sálna! Því nær sem dregur að endalokum mann- kynssögunnar, því kænni verða snörur óvinar- ins. Árásir hans munu harðna og verða tíðari eftir því sem tíminn líður. Æðsta markmið Satans er að ánetja og blekkja, ef verða mætti jafnvel útvalda, — söfnuð og þjóna Guðs. Máttarvöld hans reyna með allri sinni slægð að blekkja ef verða mætti jafnvel útvalda. Geti hann vaggað þeim í kæruleysismók fyrir há- leitri köllun þeirra, á hann sigurinn vísan. Það sem við þöfnumst nú er algjört afturhvarf og heilshugar helgun. Sá, sem er í stöðugu sam- bandi við Krist, mun hljóta styrk til að stand- ast öll brögð Satans. Öryggi okkar felst í því að iðka sannindi Biblíunnar af heilum hug. Með því að auðmýkja okkur sjálf fyrir Guði, bjóðum við frelsandi mætti hans heim. Mikið verk er framundan í f jarlægum lönd- um, og jafnframt er mikið verk framundan hér heima, því að það er fyrir trútt og kost- gæfið starf í heimaakrinum, að starfsmenn vinnast fyrir Guð, sem fara svo til fjarlægra landa til að boða fagnaðarboðskapinn. N'ú ætt- um við að starfa með meiri elju, þar eð óvin- urinn gerir meira að því en nokkru sinni fyrr að hertaka hugi manna og kvenna. Við eigum að boða hinn síðasta náðarboðskap í borgun- um — bæði háum og lágum, með kostgæfni og ósérplægni. Það þarf að ná til allra stétta þjóðfélagsins. Við munum mæta margvíslegu þjóðerni í starfi okkar. Enginn skyldi eftir skilinn án viðvörunar. Jesús Kristur var gjöf Guðs til alls heimsins — ekki æðri stéttanna einna og ekki til einnar þjóðar fremur en annarrar. Frelsandi náð hans umlykur heim- inn. Hver, sem vill, má drekka af lífsvatninu. Heimurinn bíður eftir að heyra fagnaðarboð- skapinn, og meðan þjónar Drottins halda ljós- inu á lofti, má sjá menn af alls konar þjóð- erni, sem þyrpast að starfinu, sem tæki guð- legrar útvalningar. Margir þrá einhverja sérstaka gáfu, sem þeir geti notað til að vinna stórvirki með, með- an skyldustörfin, sem eru við bæjardyrnar og myndu auðga lífið, væru þau framkvæmd, gleymast algjörlega. Látið slíka ganga til verks, vinna þau verk, sem liggja beinast við. Góður árangur fer minna eftir gáfum en helg- uðum þrótti og fúsleika. Það eru ekki miklar gáfur, sem munu hjálpa okkur til að vinna sigur og þjóna, heldur samvizkusemi í dag- legum skyldustörfum, auðmýkt, nægjusemi og hræsnislaus og einlægur áhugi fyrir velferð annarra. Ef kærleikur Krists fyllir hjartað, mun sá kærleikur koma í ljós í lífi einstakl- ingsins. Ef þú hefur hæfileika til einhvers ákveðins starfs, munu þeir koma í ljós, þegar þú gerir

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.