Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 29

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 29
— 29 — þitt bezta í starfinu, sem er næst þér. Vertu trúr og heilskiptur í öllu, sem þú gerir. Láttu ekki hugfallast, ef byrjunin hjá þér virðist lítilfjörleg, heldur settu þér hátt takmark og leggðu þig allan fram til að ná því. Láttu ekki hindranir draga úr þér kjarkinn. Einbeittu þér að því að sigrast á þeim. Sýndu þolgæði, og þér mun vel famast. Starfaðu af elju, þar sem þú ert, og þar sem fólkið er. Orð Guðs er falið undir mæli- keri. Það þarf að útskýra það orð fyrir þeim, sem ekki þekkja kröfur þess. Rannsakaðu ritningarnar með þeim, sem langar til að fræðast. Þetta starf getur virzt lítið í fyrstu, en aðrir munu taka saman höndum um að fullkomna það, og þegar unnið er að því að fræða og upplýsa aðra í trú og trausti á Guð, munu þeir, sem á hlýða, skilja hvað það þýðir að vera sannur lærisveinn. Boðskapur minn til fólks okkar er þessi: „Hefjið upp augu yðar og lítið á akrana, þeir eru þegar hvítir til uppskeru." Þegar Samverjamir komu til Krists fyrir atbeina samversku konunnar, talaði Kristur við lærisveina sína um þá eins og fullþroskaða akra. „Segið þér ekki: Enn eru fjórir mánuðir, þá kemur uppskeran? Sjá, ég segi yður: hefjið upp augu yðar og lítið á akrana, þeir eru þeg- ar hvítir til uppskeru. Hver sem upp sker, fær laun og safnar ávexti til eilífs lífs, til þess að bæði sá, sem sáir og sá, sem uppsker, geti glaðzt sameiginlega." Og hvernig hófst þessi uppskera? — Með einni konu, — bara með því að boða einni konu sannleikann, sem boðaði hann síðan öðr- um, því að hún fór inn í þorpið og sagði við fólkið: „Komið.“ Það kom, og það hlustaði, og uppskeran hófst. Kristur dvaldi hjá Sam- verjunum í tvo daga, því að þá þyrsti eftir að heyra fagnaðarboðskapinn. Þetta voru miklir annadagar, en árangur starfs hans varð sá, „að miklu fleiri tóku trú fyrir orð hans.“ „Vér trúum, því að sjálfir höfum vér heyrt og vitum, að þessi maður er í sannleika frels- ari heimsins.“ Það er þesskonar starf, sem þarf að vinna á okkar dögum. Margir eru tilbúnir til upp- skeru, en vita það ekki. Orð okkar og gerðir ættu að vera þrungin andlegri merkingu. Við getum ákallað Guð og beðið hann að taka í taumana, en það er ekki nóg. Uppskerumenn- imir verða að gera sitt. Fólk Guðs verður að vakna af dáðleysi sínu og sjálfselskumóki og sýna, að það vilji ljá málefni Drottins lið. Bræður og systur, standið upp; skínið! Sá tími er kominn, þegar við eigum að gera allt, sem í okkar valdi stendur, til að boða heimin- um fagnaðarboðskapinn. Ég hvet alla, sem mögulega geta, að taka þátt í starfinu og gera það nú. Verið ekki kærulaus fyrir boðskapn- um, sem Guð sendir fólki sínu til andlegrar upplyftingar, eða sljó fyrir ábyrgðinni, sem ykkur hefur verið lögð á herðar, sem felst í þekkingunni á sannleikanum. Hið fyrsta og mikla boðorð Guðs er þetta: „Elska skalt þú Drottinn Guð þinn af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum.“ Hið annað er þessu líkt: „Elska skalt þú náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Drottinn sendir okkur áminningu hvað eftir annað, sem bendir okkur á mikilvægi þess að vera einlægir og kostgæfnir verkamenn. Við höfum þýðingarmikið verk að vinna, verk, sem ekki getur beðið, verk, sem aðeins er hægt að framkvæma í mætti Heilags anda og fyrir mátt hans og undir leiðsögn Krists. Hver með- limur ætti að sýna sjálfan sig sem fullreyndan verkamann Guðs. Allur ágreiningur ætti að hverfa og allt léttúðugt og einskis nýtt tal. Við eigum að tala og hegða okkur réttvíslega. Drottinn mun starfa gegnum hvern þann, sem lýtur stjórn hans. Guð miðlar öllum þeim af réttlæti sínu, sem vilja láta leiðast af Andan- um. Hann gefur fylgjendum sínum mátt til að sannfæra aðra, mátt náðar sinnar og sann- leika, og djúpan og stöðugan kærleika á starfi hans bæði heima og að heiman. Hann gefur þeim hjörtu, sem hafa yndi af að safna saman sálum með Kristi. Ef liðsmennirnir hafa þetta til að bera, fer ekki hjá því að kristniboðs- starfið beri ávöxt. Náðarríkið er nú stofnsett dag hvern með þeim, sem áður lifðu í synd og þverúð, en lúta nú yfirráðum kærleika hans. En endanleg stofnsetning dýrðarríkisins mun ekki verða fyrr en Jesús kemur aftur til þessarar jarðar. Ríkið og mátturinn verður gefið hinum heil- ögu hins hæsta. Þeir skulu erfa ríkið, sem þeim var fyrirbúið frá grundvöllun heims, og Kristur mun taka við ríki sínu og veldi. Hin himnesku hlið munu aftur ljúkast upp, og frelsarinn mun koma með englaskara sín-

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.