Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 20

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 20
20 — Saraverjar, Sýrlendingar, allir nutu þeir kær- leiksþjónustu hans. Hann bauð líka fylgjend- um sínum að boða boðskap sinn „öllum þjóð- um“, „hverri skepnu". Þegar hann var uppris- inn og var í síðasta sinn með fylgjendum sín- um á Olíuf jallinu, rétt áður en hann varð upp- numinn og ský nam hann burt frá augum þeirra, minnti hann þá á kristniboðsskyldu þeirra. Síðustu orðin, sem hann talaði til þeirra voru: .....til yztu endimarka jarðar- innar.“ (Post. 1, 8.) Af þessu sjáum við, að kristniboðsstarf er ekki tilviljun eða eintóm hefð í þróun safnað- arins. Það var ekki uppfinning neins manns, Péturs, Filippusar eða postulans Páls. Það er víðsýnt í áformi sínu, tignarlegt í hugsjón sinni og óumbreytanlegt á öllum tímabilum safnaðarins. „Þannig fól Kristur lærisveinum sínum ætl- unarverk þeirra. Hann gerði fyrirætlanir um framkvæmd verksins og gekk sjálfur í ábyrgð fyrir úrslit þess. Svo framarlega sem þeir hlýddu orði hans og samstörfuðu með honum, myndi þeim ekki mistakast. Farið til allra þjóða heims, var boð hans. Farið til yztu endi- marka hins byggða heims, og vitið, að nálægð mín mun verða þar. Vinnið í trú og trausti, því að ég mun aldrei yfirgefa ykkur. Fyrirskipun frelsarans til lærisveinanna nær til allra þeirra, sem trúa. (Matt. 28, 19; Mark. 16, 15.) Hún nær til allra, sem trúa á Krist, allt til daganna enda.“ D. of A. 822. „Kristur rífur skilvegginn niður, þjóðarríg og kynþáttahatur, og boðar kærleika meðal alls mannkynsins. Hann hefur menn upp yfir hinn þrönga hring, sem sjálfselska þeirra sníður sér; hann afnemur allar landamerkja- línur og tilbúinn stigsmun í mannfélaginu. Hann gerir engan mun á nágrönnum og ókunn- ugum, vinum og óvinum. Hann kennir okkur að líta á hverja bágstadda mannveru sem bróður og á heiminn sem starfssvið okkar.“ S. b. 823. Eins og síðustu boðberar fagnaðarerindis- ins bjóða, göngum við fram í mætti Meistara okkar til að kenna öllum þjóðum og undirbúa þar með endurkomu Drottins veg. Guð hefur gert furðuverk með því að gróðursetja hinn síðasta boðskap í hverju landinu á eftir annað, — 184 alls. Hlýðið á séra L. C. Naden, ritara áströlsku Deildarinnar, segja hina markverðu sögu fram- faranna í þeim hiuta heims: „Árið 1875 sá boðberi Guðs sýn í Battle Creek í Michiganfylki, sem dró athygli safn- aðarins að hinum miklu kristniboðsökrum í heiminum, sem þá voru ónumdir af kristni- boðum okkar. Þegar maður hennar bað hana að nefna eitthvert þessara landa, gat hún að- eins nefnt Ástralíu, því að það var eina landið, sem engillinn hafði tiltekið. Tíu árum seinna sigldu frumherjarnir til þessa ónumda svæðis, og árið 1886 var fyrsti aðventsöfnuðurinn í þessum heimshluta stofn- aður. 1890 fór skipið Pitcairn í jómfrúrferð sína til Suðurhafa, og stuttu síðar fóru klukk- ur hvíldardagsskólans að hljóma í hinum mikla eyjakristniboðsakri. Árið 1907 var með- limatala deildarinnar komin upp í 3433. Takið eftir vextinum á hverjum áratug síðan: 1907 — 3433; 1917 — 6333; 1927 — 10,915; 1937 — 18,180; 1947 — 23,546; 1957 — 46,077. „Verið getur að við lifum nú á byrjunar- tíma haustregnsins í sumum hlutum eyja- svæðisins. Séra Robert Salau, sem sá Guðs anda að verki, er allir íbúar Mussau gerðu afturhvarf, skýrir frá, að það, sem hann sjái í Sepik á Nýju Guineu taki því langt fram, sem hann reyndi í Mussau. Hvern hefði órað fyrir því, að sá dagur myndi koma, eins og nú er reyndin, þegar heil þorp frumstæðs fólks á skemmri tíma en þrem dögum hætta að neyta svínakjöts og tyggja betelhnetur, en greiða í þess stað tíund og haga lífi sínu á annan hátt í samrææmi við Guðs vilja.“ Ritari Deildarráðsins í Suður-Ameríku, L. H. Qlson, segir frá því, hvernig Guð kallar þá, sem þrá ljósið, meira en nokkru sinni fyrr. „Við erum nýbúnir að fá fréttir frá innri hluta Brazilíu, um að tveir leikmenn okkar hafi haldið samkomur, þar sem engir meðlimir voru. Að tæpu ári liðnu sækja 65 hvíldardags- skóla og 18 bíða eftir skírn. „Chili gefur einnig góðar vonir. Á einum stað, þar sem útbreiðslustarfsemi er viðhöfð, varð ekki hjá því komizt að hafa tvær sam- komur á hverju kvöldi í margar vikur, því að samkomusalurinn gat ekki rúmað alla í einu, sem vildu komast að. Nálægt 1000 manns hafa beðið um heimsókn starfsmanna, og 200 manns fá uppfræðslu í Biblíunni heima hjá sér.

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.