Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 19

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 19
19 sem megnar að koma þeirri einingu til vegar, sem stuðlar að fullkomnun starfsins á jörð- unni og gerir börn Guðs hæf fyrir eilífðarríkið. Við ættum oft að íhuga kenninguna um Heilagan anda og hlutverk hans á lokatíma aðventhreyfingarinnar nú í þessari bænaviku. Þegar við sjáum, hve líf okkar er fátæklegt, ættum við að rannsaka Orðið með kostgæfni, svo að við getum lært, hvernig við getum öðl- azt meira af þessari gjöf, sem allar aðrar gjaf- ir koma frá. Ef við gefumst Guði algjörlega með öllu, sem við eigum, hlýðnumst boðum hans með fúsu geði og biðjum einlæglega um gjöf Heilags anda í nafni Jesú Krists Drott- ins vors, mun hann koma inn í líf okkar í fyllingu sinni. Megi Guð gefa, að Heilagur andi komi inn í líf okkar og dvelji í okkur að eilífu. Lestur fyrir fimmtudaginn 12. nóvember 1959. 99Ti1 yWjtu eiicliiiftai*ka jarðai*innai*“ Eftir W. P. BRADLEY, ritara Norður-Ameríku deildarinnar. Hugmyndin að heimsvíðtæku kristniboðs- starfi er eins gömul og mannkynið sjálft, því að hún felst í eilífðaráformi Guðs um hjálp- ræði fyrir synduga menn. Hún varð til í huga Guðs löngu áður en heimurinn var skapaður og er ætlað að vinna hjörtu mannanna fyrir orð sáttargjörðarinnar. Þungamiðjan í kristni- boðsáformi Guðs er guðlegur kærleikur og friðþægingarfórn Krists; tilgangurinn er að ná til allra manna með fagnaðarboðskapinn; mátturinn til að framkvæma það kemur frá valdi Krists og er í té látinn gegnum Heilagan anda; hámarkið í áformi Guðs er að safna öliu saman í Kristi og stofnsetja eilífðarríki sitt í dýrð, og það er þýðingarmikiö, vegna þess að örlög mannkynsins verða ákveðin með trú einstaklingsins á boði Guðs um endur- lausn og viðtöku á því. Eins og fram kemur í Biblíunni er Guð ekki Drottinn útvalins kynþáttar, heldur allra þjóða jarðar. „Drottinn leit niður af himni, sá öll mannanna börn ... hann, sem myndað hefur hjörtu þeirra allra, sem gefur gætur að öllum athöfnum þeirra.“ (Sálm. 33, 13. 15.) Guð er nefndur konungur allra þjóða alls staðar í Gamla Testamentinu. „Sæðið“, sem konunni var heitið, var ekki staðbundið heldur alþjóð- legt. Köllun Abrahams fól í sér loforð fyrir allar þjóðir: „Af þér skulu allar ættkvíslir jarðarinnar blessun hljóta." (1. Mós. 12, 3.) Það, sem Guð vildi gera fyrir Abraham, vildi hann gera fyrir alla menn. Blessun Abrahams takmarkaðist ekki við hann einan, heldur var hún upphaf framhaldandi blessunar. Hebreska þjóðin, sem leidd var út af Egyptalandi til fyrirheitna landsins af Móse og eftirmönnum hans, var nefnd „prestsríki", (2. Mós. 19, 6.), og útlendingnum stóð það til boða að koma og læra um Guð og tilbiðja hann með Hebreunum. „Ef útlendingur, sem eigi er af lýð þínum Israel.... Ef þeir koma hingað og biðja frammi fyrir þessu húsi, þá heyr þú það frá himnum....“ (2. Kron. 6, 32. 33.) Þegar Jesús kom í þennan heim til að opin- bera föðurinn og vinna að frelsun okkar og stofnsetja söfnuð hins nýja tíma, gerði hann fyrirætlanir sínar viðvíkjandi öllum heimin- um kunnar. Þó að hjálpræði væri fyrst boðið hinum týndu sauðum af húsi ísraels, voru heiðingjarnir ekki skildir útundan. Rómverjar,

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.