Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 13

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 13
þegar lesið var upp úr Ritningunni fyrir hann allt til hins síðasta dags. Lág rödd hans heyrð- ist taka undir sálminn, og varir hans hvísluðu morgun- og kvöldbænina, eins og hann legði hendur yfir börnin sín og blessaði þau, sem voru mörg dreifð út um allan heim, en mættu honum þarna við hásæti náðarinnar. Ekkert okkar man eftir, að nokkur dagur liði án þess- ara helgistunda; enginn flýtir til að komast á markað eða vinnustað, engin gesta- eða vina- koma, engar áhyggjur eða sorg, engin gleði eða spenningur hindraði okkur nokkurn tíma í því að krjúpa niður til bænagjörðar, meðan æðsti presturinn frambar bænir okkar fyrir Guð og fórnaði sjálfum sér og börnum sínum. Ljómi þessa fordæmis varð bæði okkur og öðrum til blessunar.“ Það má segja, að fyrstu kaptíular margrar kristniboðsferðarinnar hafi verið skráðir við altari fjölskyldunnar. Bak við Bartholomew Ziegenbalg, fyrsta kristniboða mótmælenda- trúarinnar, sem fór til Indlands, voru fyrir- bænir móður hans, sem lét Biblíuna í hendur sonar síns á dánarbeðinum, þegar venjuleg bænargjörð þeirra fór fram. Fyrirbænir krist- inna foreldra fyrir syni þeirra, Christian Frederick Schwartz, er síðar varð sendiherra í Indlandi, leiddu hann af hinum breiða vegi syndarinnar á rétta leið. Bænrækni kristilegs heimilis Andrew Murray í Suður-Afríku varð útbreiðslustarfi kristninnar happadrjúgt.Hann ól upp ellefu börn. Fimm af sex sonum hans urðu prestar, og fjórar af fimm dætrum hans giftust prestum. 1 næsta ættlið urðu tuttugu og þrjú af barnabörnum Andrew Murrays prestar eða kristniboðar í f jarlægum löndum. Dr. John Scudder og kona hans, sem voru bú- sett í Indlandi, báðu til Guðs, að synir þeirra og dætur yrðu ekki aðeins kristin, heldur trú- boðar, hvert og eitt þeirra. Öll börnin þeirra urðu trúboðar í fjarlægum löndum nema einn sonur þeirra, sem dó áður en hann lauk námi. Þessi óvenjulega fjölskylda hefur reyndar í þrjá ættliði lagt fram u. þ. b. fjörutíu trúboða. Þegar Dr. Scudder var beðinn um að útskýra þennan markverða kristniboðsáhuga, svaraði hann: „Eina skýringin, sem ég get gefið, er sú, að börnin voru bókstaflega leidd inn í guðs- ríki með bænum móður sinnar. Hún hafði þann sið, að nota allan afmælisdag hvers barns til að biðja fyrir því. Og Guð svaraði bænum henanr.“ Þekktasta biblíuskýringin, sem til er á ensku, er eftir Matthew Henry. Sú skýring á Gamla og Nýja Testameninu átti uppruna sinn við altari fjölskyldunnar. Um föður Mat- thew Henry, Philip Henry, er sagt: „Hann og kona hans báðu stöðugt saman kvölds og morguns. Hann lagði rækt við heimilisbæna- gjörð og hlaut blessun af. Hann sagði við börn sín og vini: ,Gætið þess að uppfylla heil- aga skyldu ykkar; látið hana ganga fyrir öllu öðru, því að sá er ekki lánsamur, sem vanræk- ir hana. Fráfall byrjar venjulega, þegar bænin er vanrækt‘.“ Matthew sonur hans og aðrir á heimilinu festu sér skýringar föðurins í minni, er hann las og útskýrði ritningarnar dag eftir dag, og það varð grundvöllurinn að biblíu- skýringunni, sem nú er útbreiddari en nokkur önnur biblíuskýring á enskri tungu. Fyrst fjölskyldualtarið endurvarpar svo mikilli blessun, er það sorglegt, hve lífgefandi máttur þess er vanræktur í nútíma heimilislífi. Því miður sýna margir Sjöunda dags aðventist- ar minni áhuga fyrir þessu en hinir trúuðu gerðu, þegar hegning lá við, að Biblían væri lesin. E. G. White ber fram knýjandi ástæðu fyrir því, hvers vegna við verðum að endurskoða af- stöðu okkar í þessu efni. Hún segir: „Heimilis- trú er hörmulega vanrækt. Menn og konur hafa mikinn áhuga fyrir heiðingjatrúboði. Þau gefa örlátlega því til styrktar og leitast þar með að friða samvizku sína og halda, að með því að gefa til Guðs málefnis, friðþægi þau fyrir van- rækslu sína í því að viðhafa rétt fordæmi í heimilum sínum. En heimilið er starfsvæði þeirra, og Guð tekur enga afsökun gilda fyrir því að vanrækja það starfsvæði.“ Signs of the Times“ 23. ág. 1899. Spurningaeyðublaðið, sem fyrr getur, inni- hélt einnig þessa spurningu: „Ef fjölskyldubæn fer ekki fram í heimili ykkar, gjörið svo vel að skýra frá ástæðunni fyrir því, að svo er ekki.“ Algengasta svarið við þessari spurningu var einmitt þetta: „Það er enginn tími til, þegar allir geta safnazt saman í þeim tilgangi." í hraðanum, sem ríkir í mörgum heimila okkar, er tíminn mjög dýrmætur. Á morgnanna er enginn tími fyrir skipulagða fjölskyldubæn áður en hlaupið er af stað til vinnu og skóla,

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.