Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 17

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 17
hugsunarefni, að hver raaður skuli verða að standa reikningsskap á hverju orði og athöfn í lífinu. Jesús fullvissaði lærisveinana um, að starf Andans yrði varanlegt og að hann myndi verða hjá hinum trúuðu „eilíflega". Þessi sannindi eru vissulega trygging fyrir sigri safnaðarins. Andinn hefur styrkt og hjálpað í aldaraðir. Hvílíkri gleði og frið hefur þetta loforð ekki valdið hjá lærisveinunum! Gegnum Heilagan anda átti nærvera guð- dómsins um síðir að hlotnast hverjum þeim, sem trúir, því að orðið segir: „Vér viljum koma til hans og taka oss bústað með honum“. Við, sem trúum á Jesúm Krist, eigum að verða svo samkvæm í hugsun og hegðun, að hægt verði að segja um okkur, að Andinn sé í okkur. „Heilagur andi er fulltrúi Jesú Krists, en laus við mannlegan persónuleika og ekki háður hon- um. Kristur, sem var íþyngdur manneðlinu, gat ekki verið alls staðar persónulega ... Fyrir Andann gátu allir nálgazt Krist. A þann hátt var hann nær þeim en þótt hann hefði ekki stigið upp til himins.“ D. of A. 669. Fólki Guðs var kennd ein af mikilvægustu lexíunum um Heilagan anda í sambandi við þungbæra reynslu í sögu þess. Jósúa og Zerú- babel áttu að sjá um endurreisn musterisins eftir herleiðinguna til Babýlon. Þeir mættu ákafri mótstöðu. Kæruleysi hafði náð tökum á miklum hluta þjóðarinnar. Gyðingarnir höfðu áhuga fyrir því að byggja sjálfum sér íveruhús á kostnað viðreisnarstarfs musteris- ins. Á þessum erfiðu tímum sendi Guð fólkinu boðskap gegnum Sakaría spámann svo hljóð- andi: „Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn“. Áhrif þessarar lexíu hafa verið varanleg. Ótal sinnum hafa börn Guðs verið minnt á þessi markverðu orð, þegar þau hafa misst kjarkinn eða átt við erfiðleika að etja. Þegar leiðtogar hins kristna safnaðar hafa mætt að því er virtist óyfirstíganlegum tálmunum á vegi réttlætisins, hafa þeir verið minntir á setninguna: „Fyrir anda minn“. Við höfum séð, hvernig þessi orð, sem hafa mátt til að endurreisa, endurskapa og umbreyta, hafa komið upp í hug þeirra, sem voru að,því komnir að bugast. Lexían, sem við eigum að læra á þessum síðustu dögum, felst í því, að andi Guðs sé huggari, leiðbeinandi og styrkur okk- ar. Andinn verður að upplýsa hverja athöfn í lífi hins kristna. „Ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn, segir Drottinn her- sveitanna." Sak. 4, 6. Söfnuðurinn á okkar dögum lifir á síðustu stundum heimssögunnar, og hann flytur fagn- aðarboðskapinn á óguðlegum tímum. Skylda og hlutverk safnaðarins hefur alltaf verið og mun alltaf verða að reisa upp merkið gegn synd og óréttlæti. Þessa skyldu er aðeins hægt að inna af hendi fyrir mátt Heilags anda. Nú ætti hver kristinn maður að vinna gegn hinu illa skilyrðislaust. Postulinn Páll áminnir okkur: „Forðizt hið illa, kappkostið það sem gott er.“ „Látið ekki hið illa yfirbuga yður, heldur yfirbugið illt með góðu.“ Sá maður, sem þekkir tímann, er við lifum á, mun berjast gegn hinu illa með góðu fordæmi. Við þurfum að biðja meira en nokkru sinni fyrr, til þess að við getum greint hið illa í heiminum. Heilagur andi er sendur til að benda okkur á sannleikann, og með því að þekkja hann get- um við séð muninn á réttu og röngu. Andinn ávítar synd, og hann er fullkomlega fær um að gefa okkur mátt til að greina hið illa. í þessu sambandi verðum við einnig að viöurkenna, að sigurinn vinnst „ekki með valdi né krafti, heldur fyrir anda minn, segir Drottinn her- sveitanna.“ Hinir réttlátu, sem lifandi verða við komu Krists, munu ummyndast. „Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær enginn Drottinn litið“, er áminning Hebrea- bréfsins (12, 14). Heilagleiki fæst með helgun. „Guð hefur frá upphafi útvalið yður til frels- unar í helgun andans og trú á sannleikann". (2 Þess. 2, 13). „Lifandi trú ætti að liggja eins og gull- þræðir gegnum framkvæmd jafnvel hinna smá- vægilegustu skyldustarfa, þá munu hin dag- legu störf stuðla að kristilegum vexti, og KriSt- ur mun stöðugt vera fyrirmyndin. Kærleikur til hans mun veita lifandi mátt til allra fram- kvæmda. Þannig munum við tengjast æðri veröld gullinni keðju með því að nota talentur okkar réttilega. Þetta er hin sanna helgun, því að helgunin felst í því að gegna daglegum skyldustörfum með glöðu geði og í fullkom- inni hlýðni við vilja Guðs.“ Ch. O. L. 360. Frá upphafi hefur söfnuðurinn viðurkennt skipun Guðs um að predika boðskapinn um

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.