Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 14
— 14 —
og þegar síðasti meðlimur heimilisins kemur
aftur á kvöldin, eru nokkrir hinna þegar önn-
um kafnir við undirbúning fyrir skyldustörf
eða skemmtanir kvöldsins.
Þrátt fyrir óhagstæð skilyrði er það þó
fyrst og fremst nauðsynlegt að gefa sér tóm
til fjölskyldubæna. Þar sem lestur einhvers
kafla í Ritningunni, bænin og e. t. v. eitt vers
af uppáhaldssálmi krefst aðeins sex til átta
mínútna í mesta lagi, eru fá heimili, hversu
önnum kafin og erfið sem þau eru, sem ekki
geta tekið sér þessa stuttu stund. Ef allt ann-
að er ógerlegt er a. m. k. hægt að fara tíu
mínútum fyrr á fætur á morgnanna, og á
kvöldin er heppilegasti tíminn efalaust strax
eftir kvöldmatinn. Ef við gerum okkur ljóst,
hve þakklæti okkar til Guðs ætti að vera mikið
og stöðugt, erum við áreiðanlega reiðubúin til
að leggja á okkur ómak til þess að geta unnið
tíma í þessu augnamiði.
Frú Elias Compton, sem fékk titilinn
„ameríska móðirin 1939“, sagði í viðtali í
ríkisútvarpinu: „Fólk segir oft við mig, að það
fái engan tíma til morgunbæna með fjölskyld-
unni. Við leystum það vandamál með því að
fara nokkrum mínútum fyrr á fætur á morgn-
ana til þess að byrja daginn réttilega með
þakkargjörð. Aðeins veikindi eða óvenjulegar
aðstæður hindruðu fjölskylduna í að safnast
saman til bænagjörðar eða máltíða. Á þess-
um augnablikum, þegar við krupum niður og
báðum saman og fyrir hvert öðru, fyrir vinum,
landi okkar og öllum heiminum, komst eitt-
hvað inn í vitund okkar, án þess að við yrðum
þess vör, sem hafði varanleg áhrif á hvert
okkar. Þessi augnablik sköpuðu sterk tengsl
okkar á milli, sem enn eru varanleg, þótt
þúsundir kílómetra aðskilji okkur.“
Það er einlæg ósk okkar, sérstaklega ný-
stofnuðum heimilum til handa, að eiginmaður-
inn og konan, sem hafa heitið því að þola bæði
súrt og sætt saman, fái tóm fyrir Krist, jafn-
vel þótt hússtörfin eða önnur störf virðist
taka upp hverja stund dagsins og meira en
það, og tryggja sér þar með stöðuga blessun
og nærveru hans, sem á að skipa fyrsta sætið
í hverju hjónabandi, svo að það verði ham-
ingjuríkt.
Það ætti líka að vinnast tími til að biðja
Guð um að blessa matinn okkar, það tekur
aðeins nokkrar sekúndur. Oft nægir ekkert
minna en reiðarslag til að breyta vélrænum
hugsunarhætti okkar og koma okkur í skiln-
ing um, að „allra augu vona á þig, og þú gef-
ur þeim fæðu þeirra á réttum tíma, þú lýkur
upp hendi þinni og seður allt, sem lifir, með
blessun." (Sálm. 145, 15. 16). Þakkargjörð við
máltíðir, hvar sem við erum, er heilög forrétt-
indi.
Við ættum ekki að afsaka fjölskyldubæn
okkar. Þegar gestir eru innan heimilisins, brýt-
ur það í bága við trúarjátningu okkar að láta
fjölskyldubænina falla niður. Eitt sinn varð
Henry Clay að dveljast um nætursakir í bjálka-
kofa í fæðingarhéraði sínu í Kentucky. Þótt
húsbóndinn væri vanur því að halda bæði
morgun- og kvöldbæn, truflaði nærvera þessa
merka ræðumanns hann. Á endanum, þegar
börnin, sem voru orðin syfjuð, gerðust óvær
og Clay hafði hafnað því boði að ganga til
náða, sagði þessi hrjúfi Kentuckybúi, eftir
að konan hans hafði gefið honum þögular
bendingar, að hann væri vanur því að halda
fjölskyldubæn og að Clay gæti annað hvort
tekið þátt í henni eða gengið til náða. Stjórn-
málamaðurinn kvaðst heldur vilja taka þátt
í bæninni, nema þau litu á það sem truflun.
Þegar heimilisfaðirinn hafði lokið við að lesa
ritningarversið og biðja með mikilli ófram-
færni, sagði Clay vingjarnlega við hann:
„Herra minn, láttu aldrei aftur nærveru ein-
hvers manns aftra þé_r frá því að uppfylla
skyldu þína við Guð. Ég sá óframfæmi þína
og var kyrr af ásettu ráði, svo að þú losnaðir
við hana í eitt skipti fyrir öll. Minnizt þess,
að hver skynsamur maður virðir þann ein-
stakling, sem skammast sín ekki fyrir að viður-
kenna, að hann sé skapara sínum undirorpinn.
Sá, sem ekki ber virðingu fyrir helgu sam-
félagi mannsins við Guð, á aðeins fyrirlitningu
skilið. Ég vildi heldur vita af því, að bænir
guðrækins manns, hversu lágt settur, sem
hann kann að vera, stigu upp fyrir mér en
heyra glymjandi lófatak áheyrenda minna.“
Engra sérstakra hæfileika eða tæknilegs
útbúnaðar er krafizt til að túlka einlægni fjöl-
skyldubænarinnar. Ungu fólki til hjálpar sér í
lagi, sem ekki kemur frá heimilum, er mátu
blessun f jölskyldubænarinnar sem skyldi, vilj-
um við gefa eftirfarandi, hagnýt ráð:
1) Gætið þess, að hver fjölskyldubæn feli
a. m. k. í sér lestur á einu eða fleiri versum 1