Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 11
— 11 —
og uppsprettur vatnanna. Þeir, sem vanrækja
orð Guðs í heild, láta leiðast af viílu Babýlon-
ar. Röng kenning opinberar sjaldan hið sanna
eðli sitt, og þannig vill Satan, að það sé.
„Það er með því að blandast eða tengjast
sannleikanum, að hún (villan) vinnur sér
fylgi. Það olli tortímingu okkar fyrstu for-
eldra að eta af skilningstré góðs og ills, og það
steypir mönnum og konum nútímans í glötun
að finnast samruni góðs og ills sjálfsagður.
Sá, sem reiðir sig á álit annarra, mun fyrr eða
síðar komast á ranga braut.
Hæfileikann til að skilgreina milli rétts og
rangs getum við aðeins eignazt með því að
reiða okkur persónulega á Guð. Hver og einn
þarf persónulega að læra um Guð í orði hans.
Okkur er gefið greiningarvit til að nota það.
,Komum nú og eigumst lög við,‘ (Jes. 1, 18.),
segir Guð við okkur. Ef við reiðum okkur á
hann, getum við öðlazt vizku til að ,hafna hinu
illa og velja hið góða'. (Jak. 1, 5; Jes. 7, 15.)“
Education 231.
Sannleikurinn: „Maðurinn lifir ekki á brauði
einu saman" verður þýðingarmeiri með hverj-
um deginum sem líður. Valdið, sem kom öllum
til að tilbiðja dýrið og líkneski þess og fá
merki dýrsins, mun brátt ganga nærri öllu
Guðs fólki. Brátt mun sú skipun ganga út, „að
enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi
merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess.“
(Op. 13, 17.) Á þeim tíma munu hinir heilögu
lifa á orðinu, sem fram gengur af Guðs munni.
Þetta verður í beinni andstöðu við atferli alls
þorra manna á síðustu dögum.
„Almenningur veitir sannleikanum ekki at-
hygli, en hlustar á alls kyns hégiljur. Þegar
Páll postuli leit fram til hinna síðustu daga,
sagði hann: ,Því að þann tíma mun að bera,
er menn þola ekki hina heilnæmu kenningu.1
(2. Tím. 4, 3.) Sá tími hefur þegar komið.
Fjöldinn vill ekki heyra sannleika Ritningar-
innar, vegna þess að hann brýtur í bága við
fýsnir syndugs og heimselskandi hjarta, en
Satan veitir þá blekkingu, sem allir girnast.
En Guð mun eiga fylgjendur á jörðunni,
sem kenna Biblíuna og hana eina, og sýna
fram á, að hún er eini varanlegi mælikvarði
allra kenninga og undirstaða allra siðbóta.
Skoðanir lærðra manna, vísindalegar niður-
stöður, trúarjátningar eða ákvarðanir kirkju-
þinga, sem eru jafn margar og jafnólíkar og
kirkjurnar sjáifar, raddir og atkvæði fjöldans
— ekkert af öllu þessu skyldi tekið sem sönn-
un gegn neinu atriði kristindómsins. Áður en
nokkur kenning eða fyrirskipun er viðurkennd,
skyldi það athugað, hvað Drottinn sjálfur
segir um þetta atriði.“ Gr. C. 594, 595.
I hinum ógurlega hildarleik, já, þeim hildar-
leik, sem er þegar hafinn og mun stöðugt
harðna, munu ritningarnar vera eina vörn
okkar.
„Síðasta blekkingin mun brátt koma í ljós.
Óvinurinn mun framkvæma dýrðleg verk í
okkar augsýn. Svo mjög mun blekkingin líkj-
ast hinu sanna, að það mun verða ógerningur
að greina mismuninn nema með Heilagri Ritn-
ingu. Hver staðhæfing og hvert kraftavérk
verður að prófa með vitnisburði hennar.“ S. b.
593.
Fólk Guðs þarf fremur en nokkru sinni fyrr
að gera sér ljóst, að það lifir ekki á brauði einu
saman, heldur á orði Guðs. Við vanrækjum
orð Guðs okkur sjálfum til ógæfu og eilífðar-
tjóns. Þeir einir, sem geyma orð Guðs í hjarta
sínu, munu standast lokaprófin.
„Þegar reynslutíminn kemur, mun það koma
í ljós, hverjir hafa gert orð Guðs að lífsreglu
sinni. Á sumrin er enginn sjáanlegur munur á
sígrænum trjám og öðrum trjám, en þegar
harðindi vetrarins dynja á, haldast sígrænu
trén óbreytt sem áður, en önnur tré fella lauf
sín. Þannig er því varið með hina nafnkristnu,
þeir þekkjast ef til vill ekki núna frá hinum
sannkristnu, en tíminn nálgast, þegar munur-
inn verður greinilegur. Þótt á móti blási, þótt
hindurvitni og umburðarleysi fái yfirhöndina,
þótt ofsóknir hef jist að nýju, þótt hinir ístöðu-
litlu og efablöndnu láti af trú sinni og hneigist
að villukenningum, er það víst, að hinn sann-
kristni stendur stöðugur á bjargi trúarinnar.
Trúarsannfæring hans verður sterkari og von-
ir hans bjartari en þegar allt lék í lyndi.“
S. b. 602.'
„1 lokaþætti hins mikla hildarleiks við Sat-
an munu þeir, sem reynast Guði trúir, sjá
hvernig öll ráð til öflunar á lífsviðurværi
þrjóta. Þeim mun verða bannað að kaupa eða
selja, vegna þess, að þeir neita að brjóta lög-
mál Guðs, þótt mannlegt valdboð skipi svo
fyrir. Loks mun það boð út ganga, að þeir
skuli deyddir. Sjá Op. 13, 11—17. Þeim trúu