Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 8
8
Lestur fyrir mánudaginn 9. nóvember 1959.
99Ekki á brauði einu iarnan^
EFTIR H.S.LEUNG
starfsmann á Norður-Borneó.
„Og þú skalt minnast þess, hversu Drottinn Guð
þinn, hefur leitt þig alla ieiðina þessi fjörutíu ár í
eyðimörkinni, ... svo að þú skyldir sjá, að maður-
inn lifir eigi á einu saman brauði, heldur að mað-
urinn lifir á sérhverju því, er fram gengur af
munni Drottins." (5. Mós. 8, 2. 3.).
í aldingarðinum Eden tiltók Guð þá fæðu,
sem nauðsynleg var lífinu til viðhalds og var-
aði við þeirri fæðu, sem ekki átti að eta. Þetta
var einfalt próf í hlýðni, — skýr krafa, sem
manninum sjálfum var fyrir beztu að hlýða.
En Adam óhlýðnaðist og varð þar með synd-
ari, sem dauðarefsingin beið.
„Holdsins" vegna hættir manninum til að
leggja áherzlu á mikilvægi líkamlegrar fæðu
og mannlegrar vizku, en vanrækja orðið af
munni Guðs. Þegar maðurinn gengur framhjá
Guðs orði, eins og Adam og Eva gerðu, reiðir
hann sig á eigin dómgreind um hvað nauðsyn-
legt sé til að lifa og öðlast vizku, en sér til
skelfingar kemst hann að raun um, að það,
sem hann áleit „gott að eta af, fagurt á að
líta og girnilegt til fróðleiks" leiðir til dauða.
Það eru alltof fáir, sem líkjast Nóa, sem
fékk „bending um það, sem ennþá var ekki
auðið að sjá, og óttaðist Guð og smíðaði örk
til undankomu heimilisfólki sínu“.“ (Heb. 11,
7.) Eftir flóðið „mælti Guð þannig við Nóa og
sonu hans, sem voru með honum: Sjá, ég gjöri
minn sáttmála við yður og við niðja yðar eftir
yður. ... Aldrei framar skal allt hold tor-
tímast af vatnsflóði, og aldrei framar mun
flóð koma til að eyða jörðina.“ (1. Mós. 8,
8—11.) Þessvegna var regnboginn, sem birt-
ist í skýjunum eftir rigningu, tákn þessa sátt-
mála. En maðurinn trúði ekki Guði. „Og þeir
sögðu: Gott og vel, vér skulum byggja oss
borg og turn, sem nái til himins, og gjörum
oss minnismerki, svo að vér tvístrumst ekki
um alla jörðina." (1. Mós. 11, 4.) Þeir fylgdu
eigin geðþótta, er þeir ákváðu að byggja sér
borg og turn til vamar, sem átti að ná til him-
ins. Þannig hafa allir menn á öllum tímum,
sem heyrt hafa orð Guðs, en neitað að veita
því viðtöku, leitast við að byggja borgir og
turna, þrátt fyrir bann Guðs, og haldið, að
þeir myndu geta tryggt sér líf, þótt þeir lítils-
virtu Guðs orð.
1 baráttunni milli góðs og ills notar óvinur-
inn öll brögð til að umkringja börn Guðs
hættum, en ef þau geyma ávallt orð Guðs í
hjarta sínu og taka upp alvæpni Guðs, til þess
að þau geti „veitt mótstöðu á hinum vonda
degi,“ (Ef. 6, 13.), er sigurinn vís.
Nebúkadnezar fylgdi eigin geðþótta, þegar
hann safnaði saman öllum tignarmönnum rík-
is síns, „að þeir skyldu koma til vígslu líknesk-
isins, sem konungur hafði reisa látið“, (Dan.
3, 2.). Þetta var mjög merk athöfn í ríkinu,
sem enginn dirfðist að láta fara fram hjá sér.
Áform Satans var banvænt, blekkjandi og
kænt. Hann hélt, að væri öllu ríkisvaldinu
telft fram gegn ungu Hebreunum þrem, myndi
sigurinn vís. Þegar athöfnin var um garð geng-
in, komu menn konungs og sögðu: „Nú eru hér
nokkurir Júðar, er þú heíur gjört að sýslu-
mönnum yfir Babelhéraði. þeir Sadrak, Mesak
og Abed Negó. Þessir menn virða þig að engu,
konungur; þeir dýrka ekki þína guði og til-
biðja ekki gull-líkneskið, sem þú hefur reisa
látið“. (Dan. 3, 12.) í reiði sinni og ofsa lét
konungurinn kalla þessa menn fyrir sig og
sagði: „Er það af ásett.u ráði Sadrak, Mesak
og Abeð-Negó, að þér dýrkið ekki minn guð og
tilbiðjið ekki gull-líkneskið, sem ég hefi reisa
látið? Ef þér nú eruð viðbúnir, jafnskjótt og
þér heyrið hljóð . .. alls konar hljóðfæra, að