Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 25
25 —
Kristur dýrlegur gjör. „Svo að nafn Drott-
ins vors Jesú verði dýrlegt í yður og þér í
honum“ (2 Þess. 1, 12). Ekkert annað nafn,
er menn kunna að nefna, hefur eins auðuga
merkingu og nafn Jesú, og þó getum við, þú
• og ég, sýnt hið dýrðlega lunderni hans, óend-
anlegan kærleika og frelsandi mátt þess nafns
öllum, sem umhverfis okkur eru. Kristur
stendur við dyr hjarta okkar og leitast við
að komast inn, svo að vitnisburður okkar geti
aukið á dýrð nafns hans. Til þess að það megi
verða, þurfum við að hreinsa leiðina að sál
okkar. „Ég sá, að margir höfðu svo mikiö
rusl við hjartadyr sínar, að ómögulegt var að
opna þær. Sumir þurfa að ryðja missætti
milli sín og bræðra sinna úr vegi. Aðrir þurfa
að ryðja skapofsa og sjálfselskri ágirnd úr
vegi, áður en þeir geta opnað dyrnar. Enn
aðrir hafa sett heiminn fyrir dyr hjartans.
Öllu þessu rusli verður að útrýma, og þá geta
þeir opnað dyrnar og boðið frelsaranum inn.“
Test. lb 143.
Hvernig er hægt að útrýma þessu rusli?
Þú segist ekki vilja hafa það þar, en hvað
getur þú gert? Svarið er skemmtilega fram-
sett af E. G. White í Testimonies 5b 490:
„Látið anda Guðs brenna ruslið í burtu, sem
er í haugum við dyr hjarta ykkar, eins og
heilagan loga, og leyfið Jesú að komast inn.
Þá mun kærleikur hans streyma út til annarra
gegnum okkur í mildum orðum, hugsunum
og athöfnum.“ Þá og aðeins þá getum við í
sannleika gjört nafn Krists dýrlegt.
Víðfrægja dáðir hans. Postulinn Pétur seg-
ir, að við séum „útvalin kynslóð, konunglegt
prestafélag, heilög þjóð, eignarlýður, til þess
að þér skulið víðfrægja dáðir hans, sem kallaði
yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss“
(1 Pét. 2, 9). Já, það er okkar að „víðfrægja
dáðir hans“, mikilleik og fullkomnun Meistar-
ans sjálfs. Hvílíkur ábyrgðarhluti og jafnframt
forréttindi! Guð, sem ekki þyrmdi sínum eigin
syni, heldur leyfði, að hann þyldi smán og
raun, gerði það til þess, að við fyrir hans
náð mættum vitna um kærleika hans og mátt
fyrir alheiminum. Þeir, sem eru fúsir til að
fórna sjálfum sér sem lifandi fórn fyrir mál-
efni Guðs, eru á sérstakan hátt eign hans,
sem er verði keypt.
Tákn. Guð hefur kallað okkur til að vera
„tákn“ (Jes. 8, 18; Es. 12, 6) eða leiðarljós
fyrir aðra. Tákn er vegarvísir. Safnaðarheiti
okkar er „Sjöunda dags aðventistar", en þó
hefur fólk í öðrum löndum gefið okkur önnur
nöfn. Við höfum til dæmis öll heyrt talað
um Malamulo Kristniboðið í Nýassalandi í
Afríku, en Malamulo Kristniboð þýðir „boð-
orða kristniboð“. Á einum stað í Þýzkalandi
er söfnuður okkar þekktur sem „endurfæðing-
arsöfnuðurinn", í öðru landi í Evrópu sem
„söfnuður máttarins“ og á strönd Vestur-
Afríku sem „hreina fólkið“. Önnur nöfn eru
athyglisverð eins og „söfnuður sannleikans",
„fólk fjórða boðorðsins", „hvíldardagssöfnuð-
urinn“, „fólk Guðs“ og „farbrautabætendur".
Já, við erum „tákn“ fyrir heiminn.
J. M. Hnatyshyn segir frá því, að eitt sinn
hafi hann ætlað að finna skóla Aðventista í
Indlandi. Enginn virtist þekkja neinn skóla
undir því nafni, en það voru tveir skólar í
þessum landshluta. Hann bað þá Indverjann,
sem ók honum að lýsa þeim fyrir sér. Hann
sagði, að í öðrum skólanum væri forráðamað-
urinn í hvítri skikkju með langt skegg og
bæri hálsfesti með krossi. Br. Hnatyshyn
hristi höfuðið. „Hvernig er þá hinn skólinn?“
spurði hann. „í þeim skóla er það þannig,
að enginn getur orðið meðlimur safnaðarins
fyrr en búið er að fara með hann niður að á
og baða af honum óhreinindin." Hnatyshyn
brosti og skildi, að lýsingin átti við skírn.
Söfnuður okkar í þessum landshluta er þekkt-
ur fyrir skírnina, Kristniboðið er nefnt
„Dhubki Mission", sem þýðir, að fólki sé dýft
í vatn.
Meðal Inka Indíánanna erum við þekkt sem
heiðarlegi söfnuðurinn. Er það ekki fallegt
heiti? Kristinn maður myndi ekki kjósa að vera
þekktur sem slægur verzlunarmaður. Orð Guðs
kennir okkur að vera kostgæfinn í öllum verk-
um okkar, en við ættum aldrei að vera í vafa
um að hafa komið á allan hátt réttlátlega og
heiðarlega fram, eftir að við höfum haft
verzlunarviðskipti við einhvern mann.
„Hinn kristni mun haga sér nákvæmlega
eins í öllum verzlunarviðskiptum og hann vill
að bræður sínir haldi, að hann geri. Atferli
hans stjórnast af innri meginreglum. Hann
beitir ekki brögðum, þess vegna hefur hann
ekkert að fela eða hylma yfir. Sannur heiðar-
leikamaður notar sér aldrei veikleika eða fá-
vísi annarra til þess að fylla pyngju sína.