Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 26

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 26
— 26 — Samkvæmt mati sumra getur það virzt smá- vægilegt að hnika til fullkomnum heiðarleika í verzlunarviðskiptum, en þannig augum leit Jesús ekki á málið. Sá maður, sem fylgir stöð- ugt sannleikanum, mun vinna sér traust allra. Það eru ekki aðeins trúbræður, sem treysta honum, heldur munu líka aðrir verða að við- urkenna heiðarleik hans.“ EGW My Life Today 330. Læknatrúboði í Mið-Afríku, sem var á leið- inni heim til Bandaríkjanna, nam staðar í Lundúnum með fjölskyldu sinni. Þau þurftu nauðsynlega á hlýjum fötum að halda. Einu peningarnir, sem hann réð yfir í svipinn, voru í banka í smábæ í Kaliforníu, þar sem hann átti einu sinni heima. Enginn þekkti hann í Lundúnum. Hvernig átti hann að geta leyst út peningaávísun á þennan banka, þegar eng- inn gat staðfest, að hann væri sá, sem hann sagðist vera? Hann skýrði frá ástæðum sínum í bankan- um, að hann væri trúboði Sjöunda-dags að- ventista á heimleið og þyrfti nauðsynlega á fötum að halda. Lækninum til mikillar furðu fékk hann ávísunina borgaða án nokkurra spurninga. Síðar þegar greidda ávísunin kom aftur, tók hann eftir því, að eina tilraunin til að lýsa honum var blýantsáritunin „Sjöunda dags aðventisti“ neðst á ávísuninni. Þessi bankagjaldkeri hafði einhvers staðar kynnzt sönnum Sjöunda-dags aðventistum. Þeir hafa vafalaust sýnt svo fullkominn heiðarleika, að einu meðmælin, sem þessi læknir þurfti að hafa, voru, að hann væri Aðventisti. Bréf Krists. Postulinn Páll segir: „Þér eruð augljósir orðnir sem bréf Krists" (2 Kor. 3, 3). Þannig verður hvert barn Guðs bréf frá Kristi til heimsins. Áritunin er ekki á tveim stein- töflum, heldur á hjörtum þeirra. Lögmál Guðs og meginreglur réttvísi þess verða hluti lif- andi lyndiseinkunnar. Ljós. Á stund sem þessari, þegar nætur- sorti hylur hinn siðferðislega heim,þegar menn ganga eins og blindingjar, hvetur Guð okkur til að standa upp og skína „eins og himinljós í heiminum og halda fast við orð lífsins“ (Jes. 60, 1—3; Fil. 2, 15. 16). Trúarbrögðin verða að skína, eigi þau að sjást. Við eigum að vera „ljós, sem skína á myrkri nótt þessarar óguðlegu og harðsnúnu kyn- slóðar. ... Söfnuðurinn er forðabúr, sem geym- ir yfirgnæfanlegan ríkdóm náðar Krists, og Guð mun opinbera heiminum kærleika sinn, sem á að upplýsa heiminn, gegnum söfnuð- inn.“ Test. to Min. 50. Guðs börn. Eitt þeirra dýrðlegu forréttinda, sem við njótum er „að vér skulum kallast Guðs börn“ (1 Jóh. 3, 1). Þessi fjölskyldu- tengsl eru möguleg vegna atbeina Heilags anda. Hvílíkan kærleika hefur faðirinn auð- sýnt okkur, að við, sem erum útlendingar og framandi að eðlinu til, skulum geta endur- fæðzt inn í fjölskyldu hans sem börn hans, „en ef vér erum börn, þá erum vér líka erfingj- ar, og það erfingjar Guðs, en samarfar Krists“ (Róm. 8, 17). Við eignumst sameiginlega þann arf, sem Jesús Kristur ávann sér í vasklegri baráttu við óvininn, ekki handa sér einum, heldur öllum þeim, sem vilja veita þeirri dýrmætu gjöf viðtöku. Sem börn Guðs höfum við tryggingu fyrir vernd hans og umhyggju, vissu fyrir því, að hann muni koma sínu eigin réttlæti til vegar hið innra með okkur og láta okkur „koma fram fyrir dýrð sína, lýtalausta í fögnuði" (Júdas 24). Frelsandi náð Krists getur ennfremur kall- að fram aðra leynda möguleika í okkur: Okkur er boðið að vera „lifandi steinar" (1 Pét. 2, 5), sem Jesús Kristur byggir úr andlegt hús og eru Guði velþóknanlegir. Fyrir mátt Heilags anda eigum við að vera „vottar" (Post. 1, 8) þess, sem við höfum séð og heyrt af verkum og kenningum Meistar- ans. Jesús kallar okkur „salt jarðarinnar" (Matt. 5, 13), verjandi og hreinsandi afl í heiminum. Þegar salt er notað sem krydd, verður fæðan gómsætari, og þannig geta áhrif kristilegs lífernis jafnvel breytt sorg annarra í gleði og ófriði í frið. „Vér erum því erindrekar í Krists stað“ (2 Kor. 5, 20) — fulltrúar himinsins á öllum sviðum lífsins, — í samræðum, þjónustu og guðrækni. Okkur er líkt við varðmenn, þjóna, vini og ráðsmenn. Þvílíkt sjónarsvið! Umbreytandi máttur Guðs gerir hvert okkar að „nýrri skepHu" í Kristi Jesú Drottni vorum. (2. Kor. 5, 17.) Allir þessir eiginleikar kristilegrar lyndis- einkunnar geta orðið þín og mín eign á þessu

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.