Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 10
— 10 —
els fyrir rúmlega 14 öldum: „Drottinn, Guð
þinn, hefur leitt þig alla leiðina þessi fjörutíu
ár í eyðimörkinni. ... Hann auðmýkti þig og
lét þig þola hungur og gaf þér síðan manna að
eta, sem þú eigi þekktir áður né heldur feður
þínir þekktu, svo að þú skyldir sjá, að maður-
inn lifir eigi á einu saman brauði, heldur að
maðurinn lifir á sérhverju því, er fram gengur
af munni Drottins.1 5. Mós. 6, 2. 3. Þegar ísra-
el var matarlaus í eyðimörkinni, sendi Guð
manna frá himni, stöðugt og örlátlega. Þessi
forsjón Guðs átti að kenna þeim, að hann
myndi ekki yfirgefa þá, meðan þeir treystu
honum og gengju á hans vegum. Frelsarinn
lifði nú lexíuna, sem hann hafði kennt ísrael.
Orð Guðs hafði veitt hinni hebresku þjóð hjálp,
og Jesús hlaut hana einnig fyrir hið sama orð.
Hann beið þess, að Guð kæmi með lausn. Hann
var í eyðimörkinni samkvæmt Guðs ráði, og
hann mundi ekki hafa satt hungur sitt með
því að fylgja ráði Satans. Hann vottaði frammi
fyrir alheiminum, að það er minni raun að
þola alls konar mótlæti en að víkja í nokkru
frá vilja Guðs.
,Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman,
heldur á sérhverju orði, sem fram gengur af
Guðs munni.“ Oft kemst hinn kristni í þær að-
stæður, þar sem hann getur ekki þjónað Guði
og jafnframt framfylgt veraldlegum fyrirætl-
unum sínum. Það getur jafnvel litið svo út, að
hlýðni við eitthvert boð Guðs, muni ónýta
möguleika til lífsafkomu. Satan vill koma hon-
um til að trúa, að hann verði að fórna sann-
færingu betri vitundar. En hið eina, sem við
getum reitt okkur á í þessum heimi, er orð
Guðs. ,En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis,
og þá mun allt þetta veitast yður að auki.‘
Matt. 6, 33. Jafnvel í þessu lífi er það okkur
ekki til góðs að víkja frá vilja föður okkar á
himnum. Þegar við kynnumst mætti orða hans,
munum við ekki fylgja ráði Satans til þess að
öðlast fæðu eða bjarga lífi okkar. Hið eina,
sem okkur varðar nokkru, er þetta: Hvað býð-
ur Guð, og hverju heitir hann? Þegar við höf-
um hlotið svar við þessu, munum við hlýðnast
boði hans og reiða okkur á fyrirheit hans.“
Bls. 121.
Á dögum postulanna vissu fylgjendur Krists
af eigin raun, hvað það þýddi að reiða sig bein-
línis á orð Guðs á tíma ofsókna. Við lesum í
The Acts of the Apostles: „Lærisveinarnir
misstu ekki móðinn og létu ekki bugast vegna
þessarar meðferðar. Heilagur andi minnti þá
á orð Krists: ,Ekki er þjónn meiri en húsbóndi
hans. Hafi þeir ofsótt mig, þá munu þeir líka
ofsækja yður; ‘ ... Þeir munu gjöra yður sam-
kunduræka, já, sú stund kemur, að hver, sem
líflætur yður, mun þykjast vinna Guði þægt
verk.‘ (Jóh. 15, 20; 16, 2). ...
Saga spámannanna og postulanna geymir
mörg göfug dæmi um hollustu við Guð. Vottar
Krists hafa þolað fangelsun, pyndingar og
dauða fremur en brjóta boð Guðs. Frásögnin
um Pétur og Jóhannes er saga um hetjudáð.
Þegar þeir stóðu í annað sinn frammi fyrir
mönnum, sem virtust staðráðnir í að fyrirfara
þeim, mátti engan ótta eða hik finna í orðum
þeirra eða hegðun, og þegar æðsti presturinn
sagði: ,Stranglega buðum vér yður, að kenna
ekki í þessu nafni, og sjá, þér hafið fyllt Jerú-
salem með kenningu yðar, og viljið leiða yfir
oss blóð þessa manns', svaraði Pétur: ,Framar
ber að hlýða Guði en mönnum'. (Post. 5, 29.)“
Bls. 79, 81, 82.
Á þessum síðustu dögum fer hinn eilífi
fagnaðarboðskapur til alls heimsins og kallar
menn til að „tilbiðja þann, sem gjört hefir
himininn og jörðina og hafið og uppsprettur
vatnanna.“ (Op. 14, 7.) Samtímis hljómar við-
vörunin gegn Babýlon og fráfalli hennar.
,Gangið út, mitt fólk, út úr henni, svo að þér
eigið engan hlut í syndum hennar, og svo að
þér hreppið ekki plágur hennar; því að syndir
hennar hlóðust allt upp til himins, og Guð
minntist ranglætis hennar. ... Svo mjög sem
hún ofmetnaðist og lifði í munaði, svo mjög
skuluð þér henni baka kvöl og sorg.“ (Op. 18,
4—7.)
Babýlon er ekki endilega sjáanlegur hlutur,
en við þurfum að vera viss um, að andi henn-
ar sé ekki í hjörtum okkar. Hinn eilífi fagn-
aðarboðskapur kallar okkur til að „óttast Guð
og gefa honum dýrð‘‘, en það er hið sama og
skipunin til forna: „Óttastu Guð og haltu hans
boðorð, því að það á hver maður að gjöra.“
(Préd. 12, 13.) Um hinn síðasta söfnuð er
sagt: „Hér eru þeir, er varðveita boð Guðs og
trúna á Jesúm“. (Op. 14, 12.) Varðveizla boð-
orðanna felur einnig í sér fjórða boðorðið. Sá,
sem ekki heldur hvíldardag fjórða boðorðsins
heilagan, þess, sem minnir á sköpunina, til-
biður ekki þann, sem skapaði jörðina, hafið