Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 15

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 15
— 15 — Biblíunni, bæn eins fjölskyldumeðlims og e. t. v. sameiginlega framsögn á Faðirvorinu. Ef tími og aðstæður leyfa, skyldu nokkur sálma- vers sungin. 2) Lestur Ritningarinnar mætti tengja hvíldardagsskólalexíunni, sem í sumum fjöl- skyldum er vinsæll þáttur bænagjörðarinnar á kvöldin. Við morgunbænina mætti lesa Morgunvökuna. Grundvöllur hverrar bænar ætti að vera beiðni um fyrirgefningu á synd og þakklæti fyrir endurleysandi náð Krists. Einföld bæn foreldranna fyrir sérstökum og einstaklings- bundnum þörfum heimilisins og ýmsum vanda- málum, sem fjölskyldan mætir, er auðvitað mjög góð, en reynist þó sumum erfiðasta bæn- in. 3) Fjölskyldubænin ætti að miðast við skilning og þarfir yngstu meðlima heimilisins. Engin ung hjón ættu að segja, að það sé of seint að iðka fjölskyldubæn eftir að þau eru gift, þar eð hún hafi verið vanrækt íram, að því. Það er áform Guðs, að heimili okkar séu dvalarstaður engla og þar sem börn okkar læri lotningu og guðrækni. Á hvaða hátt er hægt að sýna trú sína betur en með því að úthella hjarta sínu, hvort heldur er í gleði eða sorg, í einföldum bænum innan fjölskyld- unnar? Heimilisófriði, sem hefst stundum ósjálfrátt vegna eigingjarnrar hegðunar einhver fjöl- skyldumeðlims, verður aðeins afstýrt með ein- lægri ákvörðun, sem er endurtekning á loforði Jósúa til forna: „en ég og mínir ættmenn mun- um þjóna Drottni“ (Jós. 24, 15). Heimili, sem er byggt á þessari ákvörðun, stenzt storma atvinnuleysis, sjúkdóma, þjáninga og dauða. Það mun eiga þann frið, sem eigingjarn heim- ur þekkir ekki, því að það á Krist. Verið get- ur, að múrar bess beri vott um, að sjálfselskan sé ekki með öllu útdauð, en sjálfsfórn og um- burðarlyndi mun bera sigur úr býtum, því að Jesús mun helga samband eiginmanns og konu, foreldra og barna. í því heimili, eru synirnir og dæturnar upp yfir óæðri skemmt- anir hafin og kjósa heldur það, sem háleitt er. Þau munu eiga andlega möguleika til að verða nýtir borgarar. Það heimili mun í einu orði sagt vera burðarás safnaðarins í því að ljúka útbreiðslu fagnaðarerindisins, það mun vera vígi um kristna trú og staður, þar sem góð áhrif munu móta hug hinna ungu á lifandi og ógleymanlegan hátt.

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.