Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 16

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 16
— 16 — Lestur fyrir miðvikudaginn 11. nóvember 1959 „Fyrir anda miiiní& EFTIR W. E. MURRAY, varaformann Aðalráðs Aðventsamtakanna. Eitt af furðuverkum náttúrunnar til forna var áin Níl. Á vissum tíma ársins hækkaði vatnið í ánni, flæddi yfir bakka sína og huldi stór landsvæði í grenndinni. Þetta vatn flutti með sér ógrynni af aurleðju, sem gerði jarð- veginn miklu frjósamari en ella, og auðveldaði það afkomu fjölda fólks. Margs konar jurtir og blóm spruttu upp í þessum frjóa jarðvegi, og ávextir og grænmeti, sem jörðin gaf af sér, nægðu til að fæða þús- undir manna. Bæði menn og skepnur lifðu af afurðum frjósamra akra. Ullin af kindunum, sem voru á beit í högum, sem áin vökvaði, ásamt baðmull, sem óx einnig í Nílardalnum, voru aðalhráefni í klæðnað íbúanna. Níl var beinlínis lífæð þjóðarinnar. í rúmlega tvö þúsund ár brutu menn heilann um upptök ár- innar Níl, og árum saman fýsti lankönnuði að finna upptök hinnar bláu Nílar. Það var ekki fyrr en seint á öldinni, sem leið, að frægur könnuður rakti bugðótta slóð hennar að Victoriuvatninu. Gjöf Heilags anda hefur verið kristnum mönnum mikil blessun um aldaraðir. Gagn- stætt þeim, sem nutu góðs af ánni Níl og var ókunnugt um upptök hennar öldum saman, þekkti hinn kristni söfnuður uppruna þeirrar blessunar, sem hann naut. Hlutverk Andans var ljóst frá upphafi. Síðustu stundirnar fyrir krossfestingu Jesú voru lærisveinar hans fullir kvíða. Hann hafði berlega skýrt þeim frá, að hann myndi deyja innan skamms. Þeir vissu vel, hvað það hafði í för með sér fyrir hvaða hreyfingu sem er, að vera svipt persónulegri forstöðu leiðtoga henn- ar eða stofnanda. Þeir kviðu því að verða skild- ir einir eftir og óttuðuzt, að þeir yrðu eins og „sauðir, sem engan hirði hafa“. Þeir höfðu ekki ennþá tileinkað sér fyrirheitið: „Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknazt að gefa yður ríkið.“ Á Krists dögum var það mikil ógæfa að verða munaðarlaus. Þá voru engar stofnanir til, sem önnuðust mun- aðarleysingja, eins og nú er. Lærisveinarnir hræddust það að verða „munaðarlausir“. Við þessa óttaslegnu menn sagði Jesús: „Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist ... ég mun ekki skilja yður eftir munaðarlausa". Hann stóð andspænis erfiðasta þætti starfs síns — kross- festingunni — og varð þó að taka að sér þann vanda að styrkja trú og traust hinna vondaufu lærisveina. Jesús vakti athygli þeirra á tvennu í þessu sambandi. Annað var undirbúningur hans á híbýlum fyrir hina endurleystu, sem þeir fengju að njóta um alla eilífð, og hitt var starf Heilags anda í þeirra þágu, þar til hann kæmi sjálfur aftur. Þessi tvö atriði hafa ávallt síðan verið tilefni andlegrar uppörvunar og þreks í söfnuði Krists. Starf Heilags anda átti að felast í því að leggja áherzlu á starf og boðskap Jesú Krists. í 16. kap. Jóhannesarguðspjalls eru skráð orð Jesú sjálfs um þetta: „Hann mun vegsama mig, því af mínu mun hann taka og gefa yður“. Kristur átti að vera þungamiðjan í boðskap Andans, en hinn síðarnefndi átti að sýna heim- inum dýrð fagnaðarerindisins og koma mönn- um til að veita því viðtöku. Ein af dýrmætustu gjöfum Andans er gjöf iðrunarinnar. „Hann mun sannfæra heiminn um synd og um rétt- læti og um dóm“. Það er undur Guðs náðar, þegar syndari sannfærist um synd sína, en það er óhjákvæmilegt fyrir hvern þann, sem langar til að komast inn í guðsríki. Starf Andans felst enn fremur í því að sannfæra þá um réttlæti, sem kallaðir eru til að fylgja Kristi, og um að allir verði að standa frammi fyrir dómstól réttláts Guðs. Það er alvarlegt um-

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.