Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 24

Bænavikan - 07.11.1959, Blaðsíða 24
24 — hvort gott eða illt. „Ávöxtur andans, sem er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæzka, góð- vild, trúmennska, hógværð, bindindi“ (Gal. 5, 22, 23) verður að koma í ljós hjá börnum Guðs, svo að hann geti sýnt okkur sem sigur- merki að alheimi aðsjáandi. Orð. Af vörum okkar á að koma „heilnæmt orð“ eins og postulinn sagði, sem er „óákæran- legt, — til þess að andstæðingurinn fyrirverði sig, þegar hann hefur ekkert illt um oss að segja“ (Tít. 2, 8). Jafnvel þeir, sem ekki trúa því sama og við, sem hafa andúð á kenning- um okkar og eru þeim óvinveittir, ættu ekki að geta sagt neitt gegn okkur eftir að hafa kynnzt okkur og hlýtt á tal okkar. Við ættum ávallt að biðja eins og Davíð gerði: „Ó, að orðin af munni mínum yrðu þér þóknanleg og hugsanir hjarta míns kæmu fram fyrir auglit þitt“ (Sálm. 19, 15). „Hópur manna var að hreinsa dálítinn land- skika, þar sem reisa átti samkomutjald. Árum saman hafði alls konar rusli og óhreinindum verið fleygt á þennan stað. Þetta var óþrifa- legt verk, og andlit og föt hinna vinnandi manna illa útleikin. Einn þeirra var presturinn sjálfur. Nokkrir drengir stóðu hjá og horfðu með áhuga á aðfarir mannanna. Allt í einu lýsti einn þeirra því yfir, að hann gæti sagt, hver mannanna væri prédikari. Hann benti með stuttum fingri sínum og sagði: „Það ert þú!“ Og þótt undarlegt megi virðast, gat hann sér rétt til. „Hvað kemur þér til að halda, að það sé ég?“ spurði presturinn. Hann hugsaði sig um dálitla stund, en sagði síðan: „Vegna þess, að þú talar öðruvísi en hinir“. Hann skar sig úr vegna talsmátans, og þannig ætti það að vera með hvern þann, sem elskar Guð og væntir bráðrar endurkomu hans. Fyrir ekki alllöngu kom ung kona í hús aðventsprests til að afla sér upplýsinga um það, hvað hún þyrfti að gera til þess að verða meðlimur safnaðar hans. Prestinn rak í vörðurnar, því að hann hafði aldrei séð hana fýrr. „Hvað kemur yður til að hafa áhuga fyrir söfnuði okkar?“ spurði hann. Hún brosti við meðan hún sagði sögu sína: „Ég er síma- stúlka og vinn á næturvakt. Fólk biður um lækni á öllum tímum nætur, og oft er kvaðn- ingin full ósanngjörn. En aðventlæknirinn í þessari borg hefur alltaf verið svo þolinmóð- ur, vingjarnlegur og umhugsunarsamur, að það hefur komið mér til að trúa, að fólk ykkar sé öðruvísi en annað fólk. Þið sýnið þá vinsemd, sem heimurinn þarfnast á okkar dögum. Mig langar til að vera í söfnuði, sem gerir kristindóminn að hluta hins daglega lífs.“ „Stefnufesta, þolinmæði, umburðarlyndi og jafnaðargeð eru alltaf áhrifamesta kenn- ingin og bezta aðdráttaraflið.“ M. of H. 494. Prýði kenningarirmar. Ef við „höfum Krist í okkur eins og lind lifandi vatns, sem sprett- ur upp til eilífs lífs og svalar öllum, sem kom- ast í snertingu við okkur“ (s. b. 496), mun- um við uppgötva enn annað hulið afl í okkur. Því er lýst í sama bréfi postulans til Títusar: „Til þess að þeir prýði kenning Guðs frelsara vors í öllum greinum" (Tít. 2, 10). Kenning Guðs opinberast í hans heilaga orði, og hvílíkan sannleika er þar ekki að finna. En getum við auðgað og fegrað það, sem er þegar fullkomið? Jú, það er hægt. Þegar guðleg sannindi eru útfærð í daglegu lífi í hverri hugsun og orði, verða þau lifandi kenning fegurðar og máttar. Kristið líferni er hið eina, sem megnar að kynna heiminum fagnaðarerindið réttilega.“ Hversu oft heyrum við ekki sagt: „Það eru ekki nýir starfshættir, sem munu veita fagnaðarerindinu framgang, heldur nýir menn.“ Góðilmur. Aftur lesum við: „Því að vér erum góðilmur Krists“ (2 Kor. 2, 15). Ritn- ingin talar um Jesúm eins og „liljuna í daln- um“ og „rósina í Saron“. Það er gegnum hann, sem faðirinn himneski veitir ilmi himinsins. Og þennan ilm eigum við að eignast og gefa öðrum með okkur. Takið eftir þessum áhrifa- ríku orðum: „Hver maður er umluktur eigin andrúms- lofti, sem getur verið fyllt lífgefandi mætti trúar, hugrekkis, vonar og ilmandi af kær- leika. En það getur líka verið þungt og napurt með drunga óánægju og sjálfselsku eða eitr- að með nálykt syndarinnar. Hver sá, sem kemst í snertingu við okkur, finnur beint eða óbeint fyrir andrúmsloftinu, sem umlykur okkur. „Þetta er ábyrgðarhluti, sem við getum ekki losað okkur við. Orð okkar, athafnir, klæða- burður, hegðun og jafnvel svipbrigði okkar hafa sín áhrif. Afleiðingarnar annað hvort til góðs eða ills, sem þessi áhrif hafa, geta menn ekki séð fyrir.“ Ch. O. L. 339.

x

Bænavikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bænavikan
https://timarit.is/publication/1870

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.