Heimili og skóli - 01.10.1946, Page 3

Heimili og skóli - 01.10.1946, Page 3
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 5. árgangur. September—Október 5. hefti ANNA S. SNORRADÓTTIR: Barnatímar í B. B. G. !; Ungfrú Anna S. Snorradóttir er dóttir Snorra | j! Sigfússonar, skólastj. á Akureyri. Hún er stúd- !! !; ent frá Menntaskólanum á Akureyri. Síðastf. ; !! vetur fór hún til Lundúna og dvaldi þar um átta J; mánaða skeið og kynnti sér útvarpsstarfsemi !| \\hjá B. B. C. Aðalfega Iagði hún stund á að ;; '! kynna sér barnatímana og skólaútvarpið, en !| ;; auk þess uppsetningu leikrita og léttari þátta !; og hljóðgerfinganotkun við hin ýmsu dagskrár- j; ;! atriði. !; Þeir munu ekki margir, sem hafa ekki komizt í kynni við brezka útvarp- ið að meira eða minna leyti. B. B. C., eins og það er ávallt nefnt, en þeir einkennisstafir standa fyrir „British Broadcasting Corporation", hefur hina víðtækustu starfsemi allra útvarpsstöðva heims, svo að ekki eru undur, þótt það sé víða þekkt og víða vinsælt. B. B. C. er geysilegt bákn og völund- arhús hið mesta. Ekki má skilja orð mín svo, að út- varpið hafi aðsetur sitt í einu stórhýsi, sem illt sé að rata um, því að langt er frá því að svo sé, en útvarpsstarfið og starfshættir allir eru báknið og völ- undarhúsið, sem ég á við. B. B. C. hefur aðsetur sitt í fjöl- mörgum stórhýsum, þótt Broadcasting House, venjulega nefnt B. H. af út- varpsfólki, sé aðalbækistöðin. Mörg önnur stórhýsi útvarpsins er að finna víðs vegar í borginni, svo sem Brock House, Film House, Rothwell House, Bush House o. m. fl. Þá er og útvarpað úr mörgum leik- húsum, kirkjum og konsertsölum. Ég ætla mér engan veginn að skýra frá starfsháttum B. B. C. í stuttri tíma-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.