Heimili og skóli - 01.10.1946, Page 19

Heimili og skóli - 01.10.1946, Page 19
HEIMILI OG SKÓLI 113 Tvö réttritunarverkefni i. Mangi heyrði kettlinginn söngla liðlangan daginn. Sveinki missti kver- ið sitt í hverinn og seinkaði því, þótt fóthvatur væri. Kunningi minn á eng- an ættingja í Reykjahverfi. Eyjólfur var á gægjum eftir leigjendum sínum. „Flýjum ekki, þó að rigni eldi og blýi,“ sagði Svíinn. Ef ég sæi aumingja drenginn, skyld 5 ég gefa honum nýja vettlinga. Héðinn bað drottin að hjálpa sér, þegar hann sá himininn þakinn skýjum. Sæunn sat allan dag- inn með veikan krakkann, og næstu nótt fékk hvin lítinn eða engan svefn fyrr en undir morgun. Stúlkan var far- in, þegar bóllinn var sleginn. 2. Egill sagði frá ýmiss konar nýjung- um, er hann hafði kynnzt í Englandi. Engin skip sigldu til Þýzkalands í nóvember. Stýrimaður greip annarri hendi í bjarghringinn, þegar bátnum hvolfdi. Systkinunum gramdist, þegar örninn hremmdi lambið. Árný slökkti á lampanum, þegar hún gat ekki kembt lengur fyrir þreytu. Mér var fylgt yfir heiðina, því að alls staðar var skeflt í sporin. Pétur hresstist, þeg- ar húsfreyja hafði fyllt bollann á ný. Tortryggni er ódyggð, sem íslendingar þyrftu að úthýsa. Þessi kennslubók er snilldarlega samin, enda viðurkennd af menntamönnum hér í grennd. Hver hefur kveðið svo snjallt kvæði?

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.