Heimili og skóli - 01.03.1949, Page 5

Heimili og skóli - 01.03.1949, Page 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 8. árgangur Febrúar—Marz 2. hefti ÓLAFUR GUNNARSSON: Lestraraðferðir Lestur er aðalnámsgrein barnaskól- anna og á lestrarkunnáttu byggja síð- ar aðrar námsgreinar að meira eða minna leyti. Lestrarkunnátta hefur löngum verið í hávegum höfð, t. d. töldu Forngrikkir það einkenni þeirra, er verst voru að sér, að þeir kunnu hvorki að lesa né synda og þóttu slíkt ódæmi. Skólalöggjöf vor ákveður nú, að öll börn skuli læra að lesa, enda hefur ís- lenzkukennslan hlotið flestar kennslu- stundir allra námsgreina. Þar eð hér er um veigamikið atriði að ræða, dylst engum, að mikið veltur á því, að sem bezt takist með lestrarkennsluna. Eg mun leitast við að benda á nokkrar lestrarkennsluaðferðir í þess- ari grein, án þess þó að leggja ákveð- inn dóm á gildi einnar frekar en ann- arrar, enda er það mála sannast, að sú aðferð, sem hentar einum nem- anda, getur verið óheppileg öðrum. Kennari, sem er snillingur í meðferð einnar lestraraðferðar, getur verið meðalskussi, ef hann hálfnauðugur verður að nota aðra. Eitt aðalatriðið í lestrarkennslu, eins og í öllu námi, er, að nemandinn hafi raunverulegan áhuga á því, sem hann er að gera, sé áhuginn uppgerð ein, eða gæti hans alls ekki, þarf ekki að gera góðum árangri skóna. Hvernig skynjar lesandinn orðin? Á ýmsan hátt, eftir því á hvaða þroska- stigi hann er, hvers konar lestrarað- ferð hefur verið beitt við kennsluna og hvaða skynjun (sjón, heyrn o.s.frv.) er lesandanum eiginlegust? Skynjunin getur verið bundin við sérkenni í orðinu, sem flýta fyrir úr-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.