Heimili og skóli - 01.03.1949, Side 24

Heimili og skóli - 01.03.1949, Side 24
44 HEIMILI OG SKÓLI EIRÍKUR STEFÁNSSON: Sáðmenn „Eins og maðurinn sáir, svo mun hann og uppskera.“ Oft er vitnað í þessi orð úr Heilagri ritningu, og þau talin algildur sann- leikur. Og það eru þau líka, ef lögð er víðtæk merking í fyrstu orðin: „eins og“. Aftur á móti er það ljóst, að gæði og magn uppskerunnar stend- ur ekki ætíð í réttu hlutfalli við gott sæði og vandaða sáningu. Þar verður einnig að koma til frjór jarðvegur, hagstætt veðurfar, verndun gegn ill- gresi, góð girðing um akurblettinn og m. fl. Þetta kemur glöggt fram í sögunni um sáðmanninn. Sama sæðið féll í misjafnan jarðveg. Það, sem féll við veginn, í grýtta jörð eða meðal þyrna, bar engan ávöxt. Og það, sem féll í góða jörð, bar sumt þrítugfaldan, sumt sextugfaldan og sumt hundraðfaldan ávöxt. Þar var mikill munur á. Jarðyrkjumenn munu yfirleitt gera sér vel ljóst, hve miklu það skiptir, að uppskeran sé bæði mikil og góð, og haga störfum sínum eftir því. Og öll- um mun óblandin gleði að uppskeru- vinnunni, þegar vel hefur tekizt, en hitt vekur vonbrigði að fá lélega upp- skeru, ekki sízt, ef vandað hefur verið til sáningarinnar. Kennarar liafa stundum verið nefndir sáðmenn á akri andans. Segja má reyndar, að allir séu sáðmenn í þeirri merkingu, en kennarar þó öðr- um fremur, þar sem þeir hafa til um- ráða akra stóra, þ. e. mikinn fjölda nemenda. Sameiginlegt er það þessum sáð- mönnum og hinum, sem í moldina sá, að miklu skiptir, hverju sáð er, hvern- ig sáð er og hvar sáð er. Um tvö fyrri atriðin er það að segja, að þar eiga hvorir tveggja að geta miklu um ráð- ið. En er kemur að hinu þriðja, skilur með þeim. Jarðyrkjumenn geta venju- lega valið blettinn, sem þeir ætla að sá, þar sem sáðmenn andans, kennar- arnir, verða að sá í þann akur, sem þeim er úthlutað, hvort sem hann er frjór eða ófrjór, rakur eða þurr. Jafn- vel yfir grýtta jörð og þyrnum vaxna verða þeir að dreifa sáðkorni sínu í von um einhverja uppskeru. Sú von mun þó oft vera veik, því að reynslan sýnir, að sjaldan má vænta mikillar uppskeru úr slíkri jöð. Undir þeim kringumstæðum mun sú hugsun oft áleitin við kennara, að miklum hluta orku þeirra sé til einskis eytt. Þeim er vel ljóst, hve mjög verkar hvetj- andi, að sjá árangur verka sinna. Hvað styður annað. Ef nemendur sjá árang- ur nátnsins, eflir það áhuga þeirra, en áhuginn er vísasta leiðin til góðs árangurs. Og vafalaust er áhugi nem- endanna á viðfangsefnum skólans miklu vænlegri þeim til þroska, cn lærdómurinn sjálfur. Þetta munu kennarar sjá, og sjálfsagt vildu margir þeirra haga störfum sínum eftir því,

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.