Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 6

Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 6
122 HEIMILI OG SKÓLI En hvað skammdegið gat verið svart í gömln, lágu sveitabæjunum! Um eig- inlega birtu var ekki að tala, heldur aðeins daufa skímu ofurlitla stund um hádaginn. Gluggar voru fáir og rúð- urnar litlar og gamla glerið, gult og grænt í gegn af elli, hleypti ekki miklu ljósi gegnum sig. Oft var myrkrið til óþæginda, jafnvel okkur krökkunum, en okkur fannst endilega, að svona og ekki öðruvísi ætti skammdegið að vera. Það var eitthvað æfintýralegt og seiðandi við skammdegismyrkrið, þrátt fyrir allt, ekki sízt fyrir þau okk- ar, sem ekki voru því vitlausari í myrkfælni. Þegar ég lít til baka, er sem mér finnist, að barnshugurinn hafi greint jólaljósin að baki hins mikla myrkurs jólaföstunnar. En mik- il ósköp voru dagarnir lengi að Hða, — ekki sízt seinustu dagar jólaföstunn- ar. Við líktum þeim oft við lötustu hestana í sveitinni, sem við þekktum. Þannig skírðum við Magnúsarmessu upp og gáfum henni nafnið Lati- Brúnn, en messudagur hins heilaga Þorláks hlaut nafnið Halta-Liit, en svo var gömul og aflóga hryssa heitin á næsta bæ. Fullorðna fólkinu var sárilla við þessar nafngiftir okkar og átaldi okkur harðlega fyrir uppátækið. Við lofuðum bót og betrun og þar með voru allar refsiaðgerðir látnar niður falla þeirrar sakar vegna. En — það voru aðrar sakir, sem fullorðna fólkið hafði á hendur okkur, krökkunum, — og refsiaðgerðir þeirra vegna voru sjaldan látnar niður falla, án verklegra úrbóta af okkar hendi, barnanna. Eg minnist „ætlunarverksins" svokallaða. Okkur börnunum var sett fyrir að prjóna svo og svo mörg pör af sölu- sokkum og vettlingum og áttum að hafa lokið því svo snemma fyrir jól, að hægt væri að koma því í kaupstað- inn fyrir hátíðina, enda munu marg- ir ekki hafa haft annað til að kaupa fyrir til jólanna en tóskapinn. Við vor- um misjafnlega fljót að prjóna, og á tvennu gat leikið með áhugann, en í þessu efni þekktist ekkert, sem kalla mætti eftirgjöf. Guð hjálpi þeim, sem ekki lauk ætlunarverkinu af á tilsett- um tíma. Þegar sýnt þótti, að eitthvert okkar krakkanna myndi verða síðbú- ið, ef við værum látin sjálfráð, þá vor-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.