Heimili og skóli - 01.12.1949, Side 25

Heimili og skóli - 01.12.1949, Side 25
1IEIMILI OG SKÓLI 141 Bcenin má aldrei bresta þig. heimiilsvinir, eru nú orðnar sjaldgæf- ar. Börnunum líður ekki vel. Þau skortir það öryggi, sem návist foreldr- anna skapar alltaf. Þau hafa ekki skap í sér til að læra undir morgundaginn og koma því illa undirbúin í skólann næsta morgun. Þau hafa heldur ekki verulegt yndi af að leika sér. Loks hátta þau, leið í skapi. Dagurinn og kvöldið skilja ekki eftir neinar bjartar endurminningar. Þau sofna með ör- yggisleysið í sál sinni. Þau gera daginn ekki upp, hvorki það, sem miður fór, né heldur hitt, sem betur fór. Dagarn- ir og vikurnar eru eins konar happ- drætti. Og utan og ofan við þennan mislynda tíma, þessa misjöfnu daga og misjöfnu vikur, er ekkert til. Ég sé fyrir mér annað heimili. Þar •ern öll kvöld eins og hátíð. Þá eru pabbi og mamma oftast heima, og ætíð annað hvort þeirra. Foreldrarnir tala \ið börnin. Rétta þeim hjálparhönd við námið. Ræða við þau um ýmis áhugamál þeirra, svara spurningum þeirra. Ef til vill leika þau lítið eitt við þau, þegar ekki dvelur annað. Friður, öryggi og gleði hvílir yfir þess- um litla, sjálfstæða heimi. Bömin finna, að hann er þeim öruggur kast- ali. Og endurminningin um bemsku- heimilið verður þeim seinna kærari en flest annað. Svo keinur nóttin. Pabbi eða mamma setjast á sængur- stokkinn og sitja þar litla stund á meðan allar áhyggjur dagsins em að gleymast. Ef til vill lesa þau bænirnar með litlu börnunum sínum. Hin eldri fara með þær í hljóði. Ef til vill minna þau bömin aðeins á að gleyma nú ekki bænunum sínum. En þegar kvöldbæn- in verður að fastri venju, er það oftast óþarfi. Hún kemur af sjálfu sér. Ljós- in eru slökkt. Friður og ró færist yfir litla hópinn og fyllir sálir barnanna. Þau vita, að pabbi og mamma eru í næsta herbergi, og þau trúa því, að yf- ir öllu vaki góður guð, og hvað er þá að óttast? Hverju er þá að kvíða? Kvöldbænin er eins konar uppgjör dagsins og innsigii. í henni fela þau þakkir sínar og bænir, hvort sem þau lara með utan að lærðar bænir, eða biðja með sínum eigin orðum, sem er enn betra, þegar þroski leyfir. Og þetta er meira en innantóm venja. Hver einstcik bæn er steinn í byggingu skapgerðarinnar og hins andlega þroska, en um leið tengiliður milli barnsins og þess kraftar, sem býr að baki allri tilverunni. En er það ekki hræsni að kenna

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.