Heimili og skóli - 01.12.1949, Page 12

Heimili og skóli - 01.12.1949, Page 12
128 HEIMILI OG SKÓLI gegn því að láta setja fólk á fávita- hæli, en smám saman hefur velflest- um skilizt, að það er fávitanum sjálf- um fyrir beztu, að hann njóti allrar þeirrar aðhlynningar, sem fávitahælin veita, en sem fæst heimili geta veitt, þar eð fávitahælin eru reist og rekin einmitt með það fyrir augum, að þroska hæfileika fá\itanna eftir því, sem nokkur kostur er á. Á fávitahæl- unum eru barnagarðar og sérmennt- aðar barnagarða-kennslukonur, al- menn kennsla og alls konar sérkennsla. Fávitaháttur er samnefnari ýmiss kon- ar ástands, en eitt er sameiginlegt: alla fávita skortir almenna greind, að meira eða minna leyti. Greindarskort- inum eru oft samfara sálrænar trufl- anir, einkum á lyndiseinkunnasvið- inu, en greindarskorturinn er þunga- miðjan í fávitahópnum. Greind er samnefnari margra gjörenda, og hjá fávitum eru flestir eða allir gjörend- urnir gallaðir. Athugun og skynjun er í ólagi, fá- vitinn getur ekki einbeitt athyglinni, liann er lengur að vinna úr áhrifunum en fullvitar, einbeitingarhæfni lians er ekki á marga fiska, heilinn vinnur slæ- lega úr því, sem hann skynjar, og eðli- lega festast áhrifin ekki í minni á sama hátt og hjá fullvitum. Minni fávitans er bágborið, hann á bágt með að draga gamlar myndir fram í Imga sér og það, sem hann endursegir eða sýnir, er ónákvæmt og tilviljunarkennt. Sökum þessara vantana, verður reynsluheim- ur fávitans of lítill. Honum veitist mjög erfitt að draga ályktanir af at- hugunar- eða minnismyndum. Hann skortir að miklu leyti hæfileikann til þess að mynda heildarhugtök og skil- ur trauðla né myndar óhlutlæg hug- tök, hann skilur naumast stærðir i tíma né rúmi. Fávitinn á mjög bágt með að hugsa sjálfstætt, hann er lengi að hugsa, hugtengir hægt, dómgreind og gagnrýnihæfileiki em á lágu stigi, heildarmyndahæfileiki er lítill og skapandi hugmyndaflugi er naumast til að dreifa. Aðgerðalíf fávita ber litlum hæfi- leikum glöggt merki. Það, sem þeir taka sér fyrir hendur, er óhugsað, til- finningakennt, sálræna hemla vantar, svo að fávitinn gerir oft gagnrýnislaust það, sem honum dettur í hug í það og það skiptið. Börn, sem koma á fávitahæli, eru svo mismunandi, að skipting í bekki eftir aldri og engu öðru, kemur ekki til greina, taka verður tillit til náms- hæfileika, almenns þroska ,tillinninga- lífs barnsins o. s. frv. annars verður árangur af kennslunni minni en skyldi. Skilyrðislaust verður að hafa fáa fávita saman í bekk, annars læra þeir ekki neitt. Við höfum undanfar- in ár haft 15 í bekk að meðaltali, en það er heldur mikið, a. m. k. mega ekki vera svo margir í smábarnabekkj- unum, þar verður að annast hvert barn með sérstakri nákvæmni. Gamle Bakkehus skólinn hefur 12 bekki, 9 lestrarbekki, svo svonefnda A bekki, sem nánar verður getið síð- ar, og einn B bekk, en í hann eru öll nýkomin börn sett, þangað til okkur er orðið ljóst í hvaða bekk þau eiga bezt heima. B bekkurinn hefur reynzt okkur vel, í honum læra börnin siði og venjur skólaheimilisins og fá þann- ig tækifæri til þess að aðlagast um- hverfinu þvingunarlítið innan um

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.