Heimili og skóli - 01.12.1949, Side 18

Heimili og skóli - 01.12.1949, Side 18
134 HEIMILI OG SKÓLl ALBERT EDWARD WIGGAM: Fara greind og siðgæði saman (Grein úr ,J)et bedste“) Þrjár eftirfarandi spurningar hef ég lagt fyrir meir en þúsund skólanem- endur: 1. „Haldið þér, að flest ofurrnenni (geni) lifi taumlausu, siðspilltu lífi?“ 2. „Álítið þér, að flestir menn (karlar og konur), sem skara fram úr öðr- um, hafi lítilfjörlega skapgerð, séu drykkjumenn og siðspilltir?" 3. „Teljið þér, að flest undrabörn séu ósamstillt hið innra, erfið í sam- búð, og muni reynast mjög mis- jafnlega sem fullorðnir menn?“ Af þeim, sem spurðir voru, svöruðu 9/10 af sannfæringu játandi, en til allrar hamingju er það rangt svar. Vísindin hafa nú komizt að þeirri þýðingarmiklu og gleðilegu niður- stöðu, að mikil greind og gott siðgæði fari jafnan saman. Þegar ég hitti menn, sem halda fram hinu gagnstæða, hef ég sýnt þeim lista með nöfnum 300 ofur- menna, sem lifað hafa á síðustu 400 árum, og beðið þá að merkja við þá menn, sem lifað hafi ósiðlega. Þeir hafa merkt við Napóleon, Chopin, George Sand, Robert Burns, Lord Byron, Edgar Allan Poe, Machiavelli, Robelius, og velt vöngum yfir nokkr- um öðrum, en síðan gefizt upp, alveg hissa á því, að kenningin um ósiðlegt líferni afburðamanna stenzt ekki. Það hefur sannazt við meira en 300 athug- anir, að greind og siðgæði hefur ríka tilhneigingu til að fylgjast að. Við eina þessa athugun voru prófuð 600 börn. Prófessor Lewis M. Terman, og samstarfsmenn hans við Stanford há- skólann, völdu börnin. Prófendurnir þekktu þau ekki- Þau höfðu áður ver- ið prófuð með Stanford-Binet’s greind- arprófum og öll náð greindarvísitöl- unni 140, en 100 er meðal-greindar- vísitala. Próf. Terman lét nú leggja fyrir þessi börn próf, er sýna skyldu skapgerð þeirra og siðgæðisvitund. Eitt þessara prófa var þannig, að all- stór hringur (13 cm. í þvermál) var á miðju blaði, en meðfram umlínu hans voru 5 minni hringar. Nú var börnunum sagt að loka augunum, færa síðan höndina umhverfis stóra hringinn og gera svo kross innan í hvern af minni hringunum. Við marg- endurteknar athuganir hefur það konrið í ljós, að varla meir en einn af hverjum þúsund merkir alla 5 hringana rétt, án þess að sjá. Þetta próf er því vel fallið til þess að sýna skapgerðareiginleika, svo sem heiðar- leik, viljakraft og sjálfstjórn. Síðar var þetta sama próf lagt fyrir börn með greindarvísitölu 100, og kom þá í ljós, að miklu fleiri af þeim höfðu auðkennt smáhringana rétt. Þannig kom það ljóst fram, að ógreindari börnin höfðu meira rangt við en hin.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.