Heimili og skóli - 01.12.1949, Qupperneq 22

Heimili og skóli - 01.12.1949, Qupperneq 22
138 HEIMILI OG SKÓLl Frá nemendasambandi Kennaraskóla r Islands Kennaraskóli Islands. Islenzka þjóðin hefur verið talin námfús löngum, enda furðulega vel menntuð á bóklega vísu, þegar. litið er á þær aðstæður, sem hún hefur átt við að húa. Síðustu áratugina hafa skilyrði hennar til að afla hinnar þráðu menntunar breytzt ört og batn- að í samræmi við aðra þróun þjóðlífs- ins. Fræðslukerfi þjóðarinnar er orð- iS mjög umfangsmikið, enda þungur baggi skattgreiðendum. Glæsileg skólahús eru reist um allt land, barna- skólar, framhaldsskólar — háskóli. — Þjóðin leggur mikið á sig til að koma upp þessum byggingum og á annan hátt standa straum af menntun hinnar ungu kynslóðar. Fórnir hennar mega ekki verða til einskis. Vel plægður jarðvegur og vandaðir og vel kunn- andi ráðamenn verða að tryggja ríku- lega uppskeru í þessum aldingarði. Skólahúsin eru nauðsynleg, en þau eru þó ekki aðalatriðið. Hugsanlegur er skóli án húss, en ekki skóli án nem- enda. Starfið, sem fram fer á vegunr skólanna, er það, sem máli skiptir. Húsin þurfa að vera fullkomin vegna þess einungis, að þá má vænta árang- ursríkara og þjóðnýtara starfs innan veggja þeirra. En þessu starfi er stjórn- að af kennurunum. Kennarar bama- skólanna leggja þá undirstöðu, sem allir aðrir skólar byggja ofan á. Með starfi þeirra stendur eða fellur allt það bákn, sem fræðslumálin á íslandi eru í dag. — Undir handleiðslu barna- kennaranna er hver einasti þegn þjóð- arinnar lengri eða skemmri tíma á einhverju viðkvæmasta aldursskeiði. Þeir hljóta því að hafa meiri áhrif á mótun þjóðarinnar en nokkur annar hópur manna utan heimilanna — áhrif til heilla eða óhamingju. Hvaða ráðstafanir gerir þjóðin til að hagnýta þessa aðstöðu kennara- stéttarinnar sér til heilla? Bent skal á eina staðreynd: Skólinn, sem á að búa þennan hóp manna und- ir hið mikilvæga hlutverk, býr við lakari ytri skilyrði en flestir þeir skól- ar, sem grundvallast á starfi hans. Kennaraskólinn, hlekkurinn, sem allt fræðslukerfi þjóðarinnar treystir á, er að þessu leyti veikasti hlekkur keðj- unnar. Hin ytri skilyrði eru að vísu ekki aðalatriðið, eins og áður er sagt. En svo mikla þýðingu sem þau hafa þó

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.