Heimili og skóli - 01.12.1949, Qupperneq 24

Heimili og skóli - 01.12.1949, Qupperneq 24
140 HEIMILI OG SKÓLI HANNES J. MAGNÚSSON: l'.hii:i Hinn víðkunni sálfræðingur og lieimspekingur, William James, skrif- aði eitt sinn bók um ýmsar tegundir trúarreynslunnar, og segir þar meðal annars um bænina: ,,Bæn, eða innra samband við anda þess heirns, hvort sem hann er Guð eða lögmál — er athöfn, sem ber veru- legan árangur. Við bænina streymir inn andlegt afl, sem hefur í för með sér verkanir, andlegar eða líkamlegar, í sýnilega heiminum." Mér duttu þessi orð hins merka manns ósjálfrátt í hug hérna á dögunum, þeg- ar ég, af sérstökum ástæðum, var að íhuga uppeldisgildi kvöldbænarinnar. Og það, sem ég segi hér um hana, segi ég ekki sem neinn trúboði, heldur sem skólamaður og uppalandi. Við, sem komnir erum á fullorðins- ár og gott betur, höfum séð sól hins gamla tíma ganga til viðar. Aðeins daufan bjarma ber enn við sjónhring, en nýr tími með nýjum siðum og hátt- um, hefur lagt undir sig heiminn. Hvort hann er betri eða verri, verður ekki sagt hér, enda á fárra færi að dæma þar um. En þótt ég hafi mikla tilhneigingu til að fullyrða, að hann sé betri, er þó víst, að mörg verðmæti hafa annað hvort glatazt með ölln eða erti ekki nema svipur hjá sjón. Það er til dæmis staðreynd, að efnis- hyggjan hefur í bili farið sigurför um heiminn og skilið eftir í slóð sinni annað hvort enga eða hálfa volga trú. En hitt er líka staðreynd, að hinn nýi tími hefur fært okkur svo stórkostleg- ar ytri framfarir, að þessu eru engin dæmi í veraldarsögunni áður. Og hverju skiptir það þá, þótt við notum okkur ekki það afl bænarinnar, sem William James talar um? Hverju skiptir það, þótt lítið barn, einhvers staðar í heiminum, lesi ekki kvöldbæn- ina sína? Jú, það skiptir miklu máli, því að bænin, og þá einnig kvöldbæn- in, byggir einstaklinginn upp innan jrá, en það er einmitt það, sem hinn nýja heim vantar. Hann vantar það að byggja sig upp innan frá. Einstakling- inn vantar það líka. Öll önnur menn- ing er byggð á sandi. Maðurinn er að vísu voldug og dásamleg vera. En ef hann viðurkenn- ir ekkert sér æðra, er hann sannarlega snauður, mitt í allri sinni auðlegð, og barn, sem aldrei hefur lært að hefja huga sinn til þess máttar, sem öllu stjórnar, hefur farið á mis við dýrmæta reynslu. En fara íslenzku börnin ekki með kvöldbænina sína nú ,eins og þau hafa alltaf gert? Ég veit það ekki. En ég ótt- ast, að svo sé ekki, að minnsta kosti ekki eins almennt og áður var. Ég sé fyrir mér tvö heimili. Það er kvöld. A öðru heimilinu eru foreldrar barnanna ekki heima. Þeir eru úti að skemmta sér, á kvikmyndahúsinu, dansleik, spilakvöldi, eða einhverri álíka samkomu hins nýja tíma. Börn- in eru annað hvort ein heima, eða ein- hver ókunnugur hefur verið fenginn til að sitja hjá þeim. Góðar og tryggar vinnukonur, sem oft voru hinir beztu

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.