Heimili og skóli - 01.12.1949, Síða 10

Heimili og skóli - 01.12.1949, Síða 10
126 HEIMILI OG SKÓLI Barnaheimilið Gamle Bakkehus. nemendurnir voru fjórir. Stofnunin hafði rúm handa 20 nemendum, en dr. Húbertz auðnaðist ekki að sjá ávöxt ævistarfs síns; hann dó 14 dög- um eftir að hælið hóf starfsemi sína. í stað Húbertz varð uppeldisfræðing- urinn H. P. Duurloo hælisstjóri, og þar með fluttist þungamiðja þessarar starfsemi frá læknum og til uppeldis- fræðinga. Fyrstu tvö árin fékk stofnunin eng- an styrk, en 1857 fékk hún leyfi til að reka svonefnt iðnaðarhappdrætti, og veitti það allmiklar tekjur árum sam- an. Fyrir happdrættispeningana var aðalbyggingin Gamle Bakkehus byggð, og í henni störfum við enn þann dag í dag. Fyrstu árin var Gamle Bakkehus kallað lækningastofnun, en er tímar liðu, sáu menn, að lækning fávita ork- aði mjög tvímælis, og 1862 var nafn- inu breytt í örvitahæli. Árið 1889 var hafinn undirbúningur að byggingu hjúkrunarheimilis handa hælisbúum; var tilgangurinn með þeirri hælisbygg- ingu að losa Gamle Bakkehus við alla, sem ekki voru á skólaaldri, eða ekki skólahæfir. Fyrstu árin hafði starfsemi (iamle Bakkehus borið minni árangur en skyldi, sökum þess, að hælið varð að veita viðtöku fávitum á öllum stig- um. Sumarið 1892 gat Gamle Bakke- hus flutt 133 hjúkrunarþurfa og vinnufæra fávita til nýja hjúkrunar- heimilisins Ebberödgaard. Það hæli hefur vaxið mikið síðan, og 1. marz 1949 dvöldu þar 111J fávitar. Þar eð Gamle Bakkehus hafði frá stofnun sinni tekið við öllum tegund- um fávita, einnig örvitum, var hægur \ andi fyrir Johan Keller að koma á fót uppeldisstofnun handa þróunar- hæfum fávitum, og þar eð hann aug- lýsti stofnun sína með fínu heiti: ,,Abnorm-anstalt“, tókst þetta ágæt- lega hjá honum! Árið 1880 stofnaði liann Karens Minde, stofnun handa ólæknanlegum fávitum. og þar með hafði bæði skóli og hjúkrunarhæli gamle Bakkehus fengið keppinaut. Árið 1890 var örlítil umbót gerð, sem

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.