Heimili og skóli - 01.12.1949, Side 20

Heimili og skóli - 01.12.1949, Side 20
136 HEIMILI OG SKÓLI svörum á, og var þeim sagt að athuga, hve margar villur þau hefðu skrifað. En á meðan voru þau látin vera ein. A eftir var því auðvelt að sjá, hverjir höfðu þurrkað út skökk svör og sett rétt í staðinn. í annað sinn var börnunum feng- inn sparibaukur með nokkrum smá- myntum í, og þeirn sagt að tæma hann í pappöskju. Allar öskjurnar litu eins út, og mátti því álíta, að auðvelt væri að draga undan án þess að víst yrði, hver væri valdur að því. En nú voru öskjurnar merktar leynilega, svo að það var auðvelt að sjá, hver höfðu reynzt óráðvönd. í skýrslu prófandans segir ákveðið: „Heiðarleikinn stendur í réttu hlut- falli við greindina. Greindustu börn- in eru jafnan ráðvandari hinum.“ Hið nána samband milli greindar og viðleitni manna til góðrar breytni fsiðgæðis) hefur komið í ljós við hundruð annarra rannsókna, sem með- al annars hafa verið framkvæmdar við 28 mismunandi menntastofnanir. Enn erum við ekki komin svo langt, að við getum mótað andlega eiginleika mannsins. En sú þekking, er þegar hef- ur fengizt við þær tilraunir, sem hér hefur verið lýst, ætti að verða okkur hvöt til að vinna áfram. Því að allt, sem við getum gert til þess að auka greindina, mun einnig verka jákvætt á mótun skapgerðarinnar. Að vísu munu greind og siðgæðishæfileikar erfast (ættarlaukar), en það má einnig styðja vöxt greindarinnar í uppeldinu og siðgæðisvitundin þroskast við holla leiðsögn og æfingu. Og við getum jafnvel dirfzt að hugsa svo hátt, að einhvern tímann finnist ÁRNI M. RÖGNVALDSSON: Nýtt skólahús Heima í héraði er það alltaf stór viðburður, þegar nýtt skólahús er tek- ið til afnota. Það markar þáttaskil í skólamálum héraðsins. Á hverjum stað er slík framkvæmd til menning- arauka, og þó að áhrifin frá henni séu sterkust innan vébanda fræðsluhér- aðsins, ná þau óbeint til alþjóðar. Það kann að sýnast í fljótu bragði ekki þungu hlassi velt, þó að hreppsfélag byggi eitt skólahús. Margir hafa þó guggnað við þá frakvæmd af fjárhags- legum ástæðum. Það er eðlilegt, því að nokkur þungi fylgir því fyrir eitt sveitarfélag að koma upp skólahúsi, sem kostar allt að hálfri milljón króna. Hitt er líka staðreynd, að víðast hvar, þar sem slík hús eru ekki til, er barna- fræðslan á hrakningi, og hvert byggð- arlag verður því fegið að fá skólanum samastað, en það fæst sjaldan með öðr- um hætti en byggingu. En þegar hún er komin, eru héraðsbúar allajafna ánægðir yfir og óska ekki eftir breyt- ingu ti! þess, er áður var. í Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði er langt komið með byggingu skólahúss að Laugalandi. Byrjað var á því síðla sumars 1947. Flutt var í íbúð hússins rétt fyrir jólin 1948, en kennsla hófst þar 16. febrúar 1949. Er þar með lokið uppeldisaðferðir, sem geri það mögu- legt að móta mannssálina á vísinda- legan hátt jafnörugglega og við nú mótum stál. Eirikur Stefánsson þýddi.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.