Heimili og skóli - 01.12.1949, Side 13
HEIMILI OG SKÓLI
129
börn, sem eru jafnókunnug á staðnum.
A þessu aðlögunartímibili krefjumst
við mjög lítillar vinnu af börnunum.
Auk bekkjanna 12 höfum við barna-
garð á skólaheimilinu.
I lestrarbekkjunum eru kennd bæði
bókleg og hagnýt fræði. Námsgrein-
arnar eru danska og skrift, reikningur,
munnlegar námsgreinar ('menningar-
námsgreinarnar) (með þeim er átt við
sögu, landafræði og biblíusögur, aths.
þýð.), kristinfræði, teiknun, leikfimi,
alls konar handavinna og smíðar,
dans, söngur, flautuspil og upplestur,
sem sérstaklega er ætlaður börnum,
sem eiga erfitt með að læra að telja.
í A bekkina eru þau börn sett, sem
ekki ráða við munnlegar námsgreinar,
og er þá mest um hagnýta kennslu að
ræða, telpurnar læra t. d. að sauma,
prjóna og gera við föt. Drengirnir læra
smíðar og innanhússtörf, og fer sú
kennsla frarn í hjúkrunardeildinni. í
A bekkjunum er drengjum og telpum
kennt livorum í sínu lagi, en í lestrar-
bekkjunum eru bæði kynin saman.
Allt uppeldi og kennsla á Gamle
Bakkehus miðast við það, að barnið,
en ekki námsefnið, er aðalatriðið. —
Þótt við reynum að skipta börnunum
eftir beztu getu, eftir aldri og þroska,
verður alltaf mikill munur á náms- og
starfshæfni 12—18 barna í bekk. Af
þessu leiðir, að um bekkjarkennslu er
naumast að ræða, en taka verður tillit
til hvers einstaks barns, og þess vegna
verður kennslan að vera einstaklings-
bundin. Hvert barn þarf að fá að
vinna með þeim hraða, sem hentar því
bezt. Sé reynt að knýja það áfram
meira en geta þess leyfir, veldur það
truflunum, en ber engan árangur.
\htanlega verður líka að lofa börn-
unum að vinna sarnan öðru hvoru,
annars hlytu þau aldrei neinn félags-
legan skilning, né lærðu að virða
mannlega eiginleika annarra. Við tök-
um því oft ákveðið efni til meðterðar
of lofum börnunum að vinna að því í
félagi.
Stundaskrá höfum við, en eftir
henni förum við aðeins, þegar okkur
gott þykir. Þótt danska standi á
stundaskránni, má vel vera, að börnin
vinni að einhverju allt öðru, eða séu
í hnapp í kringum kennarann að ræða
eitt eða annað málefni, annað hvort
eitthvað, sem blöðin hafa gert að um-
ræðuefni, eða eitthvað, sem við hefur
borið í garðinum, eða á götunni, og
þarf nánari skýringar við. Ef til vill
liefur einhver fugl setið í trénu fvrir
utan gluggana hjá okkur, við tölum
um hætti hans, sækjum stoppaðan
fugl í fuglasafnið okkar, athugum
hann vandlega, leitum að einhverri
sögu um fuglinn í lestrarbókunum
okkar og lesum hana. Með þessu er
ekki sagt, að kennslan sé skipulags-
'laus. Oft er einmitt lítið hliðarspor frá
margtroðinni kennslubraut gagnlegt,
þá kemst kennarinn oft í nánara sam-
band við börnin en ella. Að slíkum
kennslustundum loknum hafa börnin
oft sagt við mig: „En hvað okkur hef-
ur liðið vel í þessari kennslustund. Að
því er virðist, eykst traust barnanna á
kennaranum, þegar hann gefur sér
tíma til að tala við börnin um það, sem
liggur þeim mest á hjarta í það og það
skiptið, í stað þess að ríghalda sér við
stundaskrána.
Mörg börn, sem koma á Gamle
Bakkehus, eru hræðslugjörn og full