Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 19

Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 19
HEIMILI OG SKÓLI 135 Annað próf var með þeim hætti, að börnin fengu lista yfir 50 bókaheiti. Var þeim sagt að gera merki við þær bækur, sem þau hefðu lesið. 20 af bókarheitunum voru fölsk eða tilbú- in. Hér kom það einnig í ljós, að á meðal greindari barnanna voru miklu færri, sem gerðu rangt. Aðalástæðan til þess, að mikil greind og heiðarleiki fylgjast að, er sú, að greindir menn vita, að það er skynsamlegast að breyta rétt og heiðar- lega, að það er vænlegast til góðs árangurs. Allar siðlegar og trúarlegar kenni- setningar eru mjög einfaldlega lausn- in, sem mannlegur mikilleiki hefur fundið á vandamálum tilverunnar. Því greindari sem menn eru, því bet- ur sjá þeir, að það er auðveldara að ná markinu með heiðarleika en svikum. Það borgar sig betur að balda skráð og óskráð lög samfélagsins en að snið- ganga þau. Þannig varð þá árangurinn af til- raunum Termans. Það var greinilegt, að gáfuðu börnin 600 fengu betri út- komu úr öllum prófunum en hin 500 miður gefnu. Og einnig það, að elztu börnin í bvorum flokki fengu bærri tölu (einkunn) en þau yngri. Það sýn- ir, að heiðarleiki barnanna vex með aldrinum. Það er vegna þess, að aukin greind þeirra gerir þau dómbærari. En það, sem mestu máli skiptir og er jafnframt ánægjulegast við þessa uppgötvun, er það, að nú er hcegt að finna börn með hnignandi siðgceðis- kenndir, áður en þcer ná að rótfestast og spilla lifi þeirra. Skilningsgóður sálfræðingur getur •orðið foreldrum til mikillar bjálpar við uppeldi vandræðabarna. Barn verður vandræðabarn, ef það fær ekki nauðsynlega leiðsögn þeirra, sem hafa greind og skilning til að dæma rétt og breyta eftir því, á meðan þroski eigin greindar hrekkur ekki til. Athugan- irnar sýndu, að það er auðveldara, bæði fyrir foreldra og kennara, að kenna greindum börnum sínum að hegða sér vel. Hér segir enn frá umfangsmikl- um rannsóknum, er sýna skyldu, hvaða hlutfall væri milli greindar og siðgæðis. Prófaðir voru 100153 nem- endur úr 5 bekkjum alþýðuskólanna (folkeskule) í New-York. J. B. Maller frá Columbía-háskóla skýrði frá árangrinum. Það kom í ljós, að hann gat sagt fyrir um flesta þá unglinga, sem uppvísir höfðu orðið að glæpaverkum. Byggði hann þar eink- um á greindarvísitölunni. Einnig gat hann fyrirfram nokkurn veginn sagt fyrir um greind þeirra barna, er lög- reglan hafði tekið fyrir afbrot. Er hægt að fá áþreifanlegri sönnun þess, að greind og siðgæði fylgist að? Fjórða tilraunin, sem hér segir frá, var gerð í New-York á 10685 skóla- nemendum. í þessu tilfelli var einkum verið að athuga tilhneigingar þeirra til þess að ljúga, stela og fremja rang- indi. Prófin gáfu 22 tækifæri til að gera rangt, 46 til að ljúga, tvö til þjófnaðar og eitt til að hnupla smá- vegis. Eitt prófið var þannig, að börn- in áttu að skrifa svör við nokkrum spurningum, en svo var umbúið, að þau gerðu eftirrit af svörunum, án þess að vita. Þegar eftirritið hafði ver- ið tekið, (auðvitað án vitundar barn- anna), fengu þau blað með réttum

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.