Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 11

Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 11
HEIMILI OG SK.ÓLI 127 reyndar var meira í orði en á borði. Viðurkennt var, að hugtakið örviti ætti aðeins við allra lægsta stig fávita- heildarinnar, og heitinu var breytt í Fávitahælið Gamle Bakkehus. Fyrir nokkrum árum síðan var þessu heiti breytt í Skólaheimilið Gamle Bakke- hus, og á það nafn betur við, því að skólaheimilið vill nú aðeins taka við fólki, sem hefur einhvern þroskunar- möguleika; þeim, sem allar bjargir eru bannaðar, er komið fyrir á Ebbe- rödgaard. Kellerska stofnunin er nú flutt til Jótlands, og síðan 1902 höf- um við haft fjórar aðalstofnanir í Dan- mörku. sem sé: 1. Stofnanir eyjastiftanna. 2. Kellersku stofnunina. 3. Ribe stofnunina. 4. Vodskov stofnunina. Hver stofnun hefur fleiri en eitt hæli, og alls er tala fávitahæla í Dan- mörku milli 20 og 30. Lessar fjórar stofnanalteildir skipta landinu á milli sín. Þær eru sjálfs- eignarstofnanir, hver með sína stjórn, sem er tilnefnd af félagsmálaráðherr- anum. Aður fyrr var frantfærsla fávita að miklu leyti byggð á hjálp einstaklinga, en er nýja félagsmálalöggjöfin var samþykkt 1933, breyttist jretta. Sam- kvæmt nýju löggjöfinni er hver og einn, sem veit eða hefur grun um, að um fávita er að ræða á heimili, í skóla eða á öðrum stöðum, skyldur til að tilkynna yfirvöldunum Jretta; sá, sem af sérfræðingunt er talinn fáviti, nýt- ur upp frá því framfærslu þess opin- bera, nema því aðeins, að foreldrarnir séu svo efnaðir, að ástæða þyki til að þau beri nokkurn hluta kostnaðarins. Tilgangur þessarar greinar er ekki að kenna lesendum lögfræði, svo að aðeins nokkrar ákvarðanir, sem máli skipta, verða nefndar hér. Hvað læknishjálp og umönnun snertir, greiðir ríkið allan kostnað við hvort tveggja. Greint er þó á milli lág- og hátekjuforeldra. Lágtekjufor- eldrar greiða ekki neitt, en hátekju- foreldrar 600 kr. á ári fyrir börn und- ir 18 ára aldri, en 1200 kr. fyrir ungl- inga og l'ullorðna. Félagsmálanefnd ákveður á hverjum tíma þessi gjöld. Læknar eru skyldir til að tilkynna, ef Jreir gruna börn undir 1 árs aldri um fávitahátt; sama skylda hvílir á öllum skólastjórum. Setji foreldrar, eða aðrir aðstandendur fávita, sig upp á mótí Jdví, að börnin lendi undir um- sjón framfærslunnar, er barnaverndar- nefnd afhent málið, og sér hún þá um, að barnið er tekið af heimilinu, eftir gildandi lögum og reglum. Þegar tilganginum með framfærsl- unni er náð, sér stofnunin sjálf um, að fávitinn verði útskrifaður; forstjóri fávitahælis má ekki neita að útskrifa fávita, nema því aðeins, að öll sólar- merki bendi til þess, að fávitinn verði hættulegur þjóðfélagsþegn. Ef álitið er, að fávitinn muni ekki geta alið upp börn, svo að viðunandi megi telj- ast, er liann gerður ófrjór; sama máli gegnir, ef talið er, að þessi aðgerð sé fávitanum sjálfum fyrir beztu. Sam- kvæmt lögum frá 1938 mega fávitar ekki giftast, nema með leyfi dóms- málaráðherra. Áður fyrr var allmikil andstaða

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.