Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 14
130 HEIMILI OG SKÓLI 4. bekkur 12 dra barna. metakenndar. Á seinni árum hefur mikil) hluti þeirra verið hið gagn- stæða, a. m. k. hvað framkomu snertir, þau hafa verið frek og ágeng. Þessi börn líta þannig á skólastarfið, að það sé víst eitthvað, sem við getum ekki. Meðal fullvita hafa þessi börn haft sérstöðu, sem annaðhvort hefur aukið vanmetakenndina, svo að erfitt er að losna við hana á ný, eða þau hafa verið* í eilífri andstöðu, bæði við kennarana og félagana. Við verðum að skapa ör- yggiskennd hjá börnunum, koma þeim í skilning um, að þau eru ekki eins ó- fær í alla staði og þau halda, og jafn- framt verða þau að skilja, að við við- urkennum mannlegan tilverurétt þeirra. Þeim mun öruggara, sem barn- ið er og þeim mun vænna, sem því þykir um kennarann, því auðveldara er að leiða það inn á þær brautir, sem kennarinn óskar. Fyrst og fremst verð- ur barnið að finna, að það getur eitt- hvað, og þegar því er orðið þetta at- Greinarhöf.á bak við. riði ljóst, er nærri ótrúlegt, hversu hugrökk þessi börn ráðast á viðfangs- efni, sem þau áður fyrr sniðgengu á alla lund. Þess vegna er áríðandi að hjálpartækin og andi skólans sé þann- ig, að börnin komist í jafnvægi og skilji, að tilveran þarf ekki að vera svo hliðhöll, að hætta sé á falli í hverju spori. Þetta er meira virði en þótt börnin læri örlitlu meira eða minna í einhverri bók. Vafalaust stígum við kennaramir víxlspor í framkomu okkar við börn- in. Hafi okkur tekizt að vinna fullan trúnað barnanna, er ánægjulegt að sjá trúnaðartraustið skína út úr augum þeirra og hversu áköf þau eru að leysa þær þrautir, sem kennarinn leggur fyrir þau, þótt börnin leggi fram krafta sína til þess að þóknast kennaranum, þá er það spor í rétta átt, og smám sam- an eykst starfsgleði þeirra, svo að vinn- an verður þeim til gleði, en ekki kvalar.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.