Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI 137 allri óvissu um dvalarstað skólans, en liann hefur verið liér og þar um hrepp- inn, eða að minnsta kosti á 11 stöðum, síðan kennsla byrjaði veturinn 1908— 1909, en Steingrímur Arason var þá íyrsti kennarinn í byggðarlaginu. Síð- an hafa verið þar ýmist fastir eða settir kennarar 11 að tölu og nokkrir hafa auk þessa kennt parta úr vetrum. Af þessu sést, að skólinn hefur verið, eins og víðar, á hrakningi. Eflaust hefur aðstaða oft verið erfið, þrengsli og að- búð ekki sem skyldi. Það er þó víst, að þeir, sem tóku skólann inn á heimili sín, hafa gert allt, sem í þeirra valdi stóð til að hlynna að öllum eftir mætti. Og sjálfsagt standa margir í þakkar- skuld við þessi heimili, því að skerfur þeirra til skólans verður vart ofinet- inn. Hið nýja skólahús er tvær hæðir, að- alhæð og rishæð. Kjallari er undir suð- urhluta hússins. Á rishæð er íbúð fyr- ir kennara, 3 herbergi og eldhús, öll undir súð. Auk þess er þar gangur, snyrtiherbergi og forstofa. Á norður- liluta hæðarinnar er allstór salur, einn- ig undir súð, en eltir er að ganga frá honum að öllu leyti. Á aðalhæð húss- ins eru tvær kennslustofur. í stærri stofunni rúmast um 30 börn, og eru þar ríý borð og nýir stólar af beztu gerð. Hin stofan er ætluð til handa- vinnu. Þá eru á þessari hæð skrifstofa, áhaldaherbergi, tvö snyrtiherbergi, ,forstofa og stór gangur. í kjallara er miðstöðvarkynding hússins, þvotta- hús, kolageymsla, matvælageymsla og eitt herbergi. Gert var ráð fyrir í upp- hafi ,að húsið yrði hitað með laugar- vatni, en öll jarðborun reyndist árang- urslaus. Húsið er raflýst fLaxárvirkj- unin). Við húsið á að koma leikvang- ur, skrúðgarður og trjáreitur, en ekki hefur verið hægt að byrja á neinni lagfæringu í kring ennþá. Kemur hún eflaust á næsta ári. Þegar gengið hefur verið frá lóðinni og því, sem eftir er innan húss, hafa hreppsbúar reist sér snyrtilegt skólasetur. Reynslan sker svo úr því, hvort rétt hefur verið byggt eða ekki. Hér veltur mikið á því, hvort hægt verður að flytja börnin á bíl í skólann allan veturinn, en við það er byggingin miðuð. Bregðist heiman- aksturinn, er heimavist eina úrlausn- in.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.