Heimili og skóli - 01.12.1949, Qupperneq 15

Heimili og skóli - 01.12.1949, Qupperneq 15
HEIMILI OG SKÓLI 131 Starfið á Gamle Bakkehus er á stöð- ugu tilraunastigi, við reynum að út- búa kennslutæki, sem létta börnunum sem mest nauðsynlegasta námsferil- inn. Bömin þurfa að læra að lesa og skilja létt lestrarefni, og þau þurfa að geta skrifað bréf nokkurn veginn lýta- laust. í reikningi læra þau aðeins auð- veldustu aðferðimar, sem mest eru notaðar í daglegu lífi, einkum að fara með peninga, gefa til baka, kaupa vör- ur í búð og annað þess háttar. í átthagafræði höldum við okkur við það, sem mest á ríður í daglega líf- inu. Ekki má byrja of snemma á neinu námsefni, og gott er ef barnið finnur, að gott er að kunna að lesa og skrifa, til þess að geta lært sem mest um það efni, sem er á dagskrá. Sem dæmi um, hvaða mál við höfum á dagskrá, má nefna, L—4. bekkur: Heimili og fjöl- skylda, bærinn okkar, árstíðirnar. 5. —7. bekkur: Fötin okkar, starfsfólkið á bænum, maturinn, sem við borðum, samgöngutækin o. fl. Öllum vitgrönnum er það sameig- inlegt, að þeir læra ekki af umhverf- inu eins og fullvitar, athygli þeirra er ófullkomin og ályktanirnar sómuleið- is. Þess vegna geta þeir ekki flutt reynslu frá einu sviði til annars. Þeir þurfa að læra að haga sér á ótal hlut- stæðum atburðasviðum og fá kennslu í mörgu, sem fullvitar læra án beinnar tilsagnar. Við reynum eftir megni að útbúa eða útvega kennslutæki, sem eru út- búin í samræmi með greind og þroska barnanna, og gera smám saman meiri kröfur, eftir því sem börnin eldast. Jafnframt er tekið tillit til þess, hvað barnið muni geta notað síðar í lífinu, eftir því, sem við verður komið. Helzta einkenni er, eins og þegar hefur verið bent á, greindarskortur- inn. í Danmörku teljum við örvita þá, sem hafa greindarvísitölu 30—35, eða minna. Hálfvitar eru taldir þeir, sem hafa greindarvísitölu 35—55 og van- vitar 55—75. Skylt er að geta þess, að þessi greindarvísitölutakmörk eru ekki einráð um hæfni barna. Kemur þar meðal annars skapgerð barnsins og fleira til greina. Enginn skyldi ætla sér þá dul að gera ráð fyrir að fávitahátt- ur nái aðeins til greindarvísitölu 75 og aldrei lengra. Á Gamle Bakkehus höfum við oft haft bórn, sem höfðu mun hærri greindarvísitölu, en sálar- heild þeirra var þannig, að ekki var hægt að kalla þau annað en fávita á hæsta stigi. Þess er áður getið, að við höfum liaft nokkur börn á Gamle Bakkehus, sem ekkert gagn hafa af bókegri kennslu skólaheimilsins. Þessi börn getum við samt sent til heimila, sem eru eins konar deildir úr stofnuninni. Meðal þessara heimila er Pallehave, barnaheimilið við Ringe, sem hefur rúm fyrir 30 drengi, þeir njóta þar mikils frelsis og vinna bæði í görðum og úti á ökrum. Þótt hagnýta vinnan sé aðalatriðið, er þó þeim greindustu kennd bókleg fræði tvær klukkustund- ir á dag. Á Suður-Sjálandi höfum við áþekkt heimili, sem bæði er handa drengjum og stúlkum. Börnin eru miklu frjálsari þar heldur en inni í bænum. Hér um bil helmingur barn- anna á þessu heimili nýtur bóklegrar kennslu. Af og til koma börn á skólaheimilið,

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.