Heimili og skóli - 01.12.1949, Síða 17

Heimili og skóli - 01.12.1949, Síða 17
HEIMILI OG SKÓLI 133 sér atvinnu, framfærslan þarf aðeins að vita, hvar hann er og hversu mikið hann fær í laun. Á þennan hátt er liann að nokkru leyti orðinn sjáfstæð- ur vinnu- eða verkamður. Fulltrúi framfærslunnar kemur ekki á vinnu- stað hans, en reynir með ýmsu öðru móti að afla sér upplýsinga uni hegð- un hans og verkhæfni. Sé látið vel yt'ir fávitanum, þar sem hann vinnur, rná útskrifa hann með öllu úr framfærsl- unni. Að vísu gengur ekki svona vel, nema með lítinn hluta fávitanna. En á seinni árurn hefur sá hluti orðið stærri og stærri, einkum síðan félagsmálalög- gjöfin og lögin um að gera fávita ófrjóa, gengu í gildi. Takmarkið er, að sem flestir fávitar geti orðið sjálf- stæðir þj óðfél agsborgarar. Margir foreldrar, og reyndar fleiri, eru hálfhræddir við að láta börn lenda undir fávitaframfærslu. Þessi ótti á rætur sínar að rekja til vanþekkingar á því, hvað framfærslan eigin'lega er. Komi barnið hins vegar í skóla á unga aldri, komast foreldrarnir alltaf að raun um, að framfærslan er hjálpar- stofnun, og þá skilja foreldrarnir einn- ig, að fjölskylduverndin er unglingun- um til mikils góðs og býr þá undir venjulega lífsbaráttu í þjóðfélaginu. Hvernig svo fer, veltur auðvitað að miklu leyti á fávitanum sjálfum, en einnig að miklu leyti á því fólki, sem umgengst hann. Og það er mikils virði, að almenningur skilji, að ef því finnst réttmætt og sjálfsagt að tekið sé tillit til heyrnarlausra og blindra, þá er ekki síður ástæða til að taka tillit til fávita. Sjálfir eiga þeir, eins og gefur að skilja ,enga sök á fávitahætti sínum. Frá „Litlu jólunum“ i Barnaskóla Akureyrar.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.