Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 26

Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 26
HEIMILI OG SKÓLI 142 barninu sínu bænir ,ef maður á ekki sjálfur þá trú, sem bænirnar byggjast á? munu einhverjir spyrja. Við skulum ekki setja það fyrir okkur, livað það er kallað. En ef bænin hefur uppeldis- gildi fyrir barnið og er því til blessun- ar og þroska, átt þú að kenna því bæn- ir og hvetja það til að fara með þær, þótt þú sért ekki viss um tilveru neins þess, sem heyrir slíkar bænir. Slík vissa fæst að vísu ekki eftir neinum leiðum nema trúarinnar, ekki einu sinni eftir leiðum vísindanna. En „Hjálpa þú trúarleysi mínu“, mælti faðir vitskerta drengsins forðum, þegar allt annað var brostið. Og er það ekki svo enn í dag, að þangað er leitað, þegar annað bregst, þótt ekkert sé hugsað um bæn- ir og trú, þegar allt leikur í lyndi. Og ég vil bæta því við, að það bam, sem aldrei hefur lært að fara með bænir í bernsku, og aldrei hefur lært að bera virðingu fyrir neinu æðra en hið dag- lega líf hefur að bjóða, er snautt, þótt það sé annars vel að heiman búið út í lífið. Barnauppeldi er margþætt og mikil- vægt listaverk, ef vel tekst. Kvöldbæn- in, trúaruppeldið, er aðeins einn þátt- urinn, og ég vil bæta því við: einn sá mikilvægasti. Og ég vil taka undir það með ýmsum merkum mönnum utan kirkju og innan, að ég held, að upp- eldi æskunnar, þjóðlífið allt, skorti ekkert meir nú en meiri og dýpri krist- in áhrif, og ég byggi þetta meðal ann- ars á reynslu ininni af 26 ára skóla- starfi og starfi með ungu fólki. Fyrir skömmu átti ég tal við eitt merkasta skáld og rithöfund þessarar þjóðar, og við ræddum um bókmennt- ir. Hann hélt. því fram, að ekki hafi verið skrifuð g ó ð skáldsaga í heimin- um s. 1. 50 ár, og svo bætti hann við: ,,Það vantar guð í bókmenntirnar.“ En vantar hann ekki víðar. Við deil- um um kongsins skegg. Við ömumst á víxl við frjálslyndri og íhaldssamri guðfræði. Það er litið hornauga til að- ventista, hjálpræðishersmanna, hvíta- sunnusafnaða o. s. frv. og víst væri æskilegt, að þessi hjól væru ekki svona mörg. En býr ekki sami krafturinn að baki öllum þessum meira og minna ólíku flokkum? Skín ekki sama sólin á þá alla? Og eitt er víst: Kennarareynsla mín vitnar það, að frá þeim heimilum, sem rækta hugarfar lotningarinnar fyr- ir einhverju æðra, koma undantekn- ingarlítið vel upp aldir og góðir skóla- þegnar. Þetta gæti verið leiðbeining um gildi kvöldbænarinnar, sem ég hef hér stuttlega gert að umtalsefni, og eitt er nauðsynlegt: Að maðurinn til- biðji og virði eitthvað, sem er ceðra en hann sjálfur. LEIÐRÉTTING. í minningargrein um Sigurð Guð- mundsson, skólameistara, í síðasta hefti, hafði misprentast ,að hann hafi látið af stjórn Menntaskólans í árslok 1937. Á að vera 1947. í NÆSTA HEFTI birtist m. a. grein um barnavernd eftir dr. Símon Jóh. Ágústsson, prófessor. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon. Prentverk Odds Björnssonar h/f

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.