Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 8

Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 8
124 HEIMILI OG SKÓLI „Hvert fátækt hreysi höll sú er, þvi guð er sjdlfur gestur hér“. Nei, ég var sannfærður um það og er það enn. Guð var áreiðanlega í orði sínu og — jólaljósunum. Eg var sæll og því sælli sem viðbrigðin voru meiri frá virku dögunum á jólaföstunni,með öllu sínu myrkri, kulda og vinnu- herkjunni. Sennilega lifa börnin, sem nú eru að alast upp, ekki slíkar stundir, sem þær, er ég hef reynt liér að lýsa. Nú er langtum minni munur á virkum dög- um og hátíðadögum en var fyrir alda- mótin síðustu. Viðbrigðin eru ekki eins mikil og hrifningin þar af leið- andi ekki eins innileg, — eða hvað ég á að kalla það. Svo er líka víða búið að útrýma aðal hrifningaruppsprettunni, —■ heimilisguðsþjónustunum. Það er illa farið, — en erfitt úr að bæta. Eg er hræddur um, að blómatími heimilis- guðsþjónustna sé liðinn, a. m. k. í hinni gömlu, góðu mynd, sem ég kynntist á æskuárum mínum. En æsku- lýðsstarf og skólaguðsþjónustur eru áreiðanlega spor í rétta átt. Það ættu kennarar að athuga vel og vandlega. Meðan ég stýrði skóla, hafði ég alltaf ofurlitla tilbreytingu fyrir nemend- urna síðasta kennsludaginn fyrir jól. Ég setti lítið barnakerti á hvert borð, — jafnmörg kerti og börnin voru mcirg í hverri kennslustofu. Á borð hvers barns lét ég jólakveðju dönsku sunnu- dagsskólabarnanna, þegar þær voru fyrir hendi. Þegar hringt var inn, var búið að kveikja á öllum litlu kertun- um, og lét ég kertaljósin oftast nægja í það skiptið. Tíminn byrjaði svo alltaf eins hjá öllum kennurunum. Allar stofurnar voru hafðar opnar, en á ganginum var hljómsterkt orgel, og á það var jólalag leikið. Börn og kenn arar sungu með í öllum stofunum. Síðan lásu kennararnirjólaguðspjallið, hver í sinni stofu. Ég minnist þessara helgu stunda með alveg sérstakri ánægju. Þær voru áreiðanlega eitthvað í ætt við hrifningarstundirnar á jóla- nóttunum heima í lágu baðstofunni á bernskudögum mínum. Ég veit, að margir kennarar haga þessu á svipaðan hátt og hér er lýst, en ekki er ég viss um, að allir geri dagamun. En það ættu allir að gera. Það margborgar sig. Trúið mér! Yfirleitt ættu kennarar að leggja alúð við ræktun trúarlífs nem- enda sinna eftir beztu getu. Ég vona líka, að þeir geri það sem allra flestir. Lýk ég svo máli mínu og hætti að skara í glæðum gamalla minninga. Með alúðarósk til allra kennara lands- ins, hvort sem ég þekki þá persónulega eða ekki. GLEÐILEG JÓL OG GÆFURÍKT ÁR!

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.