Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 16

Heimili og skóli - 01.12.1949, Blaðsíða 16
132 HEIMILI OG SKÓLI scm fljótt á litið virðast venjulcgir fá- vitar, en við nánari athugun kcmur í ljós, að þau eru ekki eins og fávitar eru flestir. Þessi börn skera sig úr á ýmsan hátt. Sum eru fljótari að ljúka öllum verkum en venjulegt er, geta sjálf fundið upp á því að hefja eitt- livert starf, eða þveröfugt. Þau nenna engu, eru alls staðar á öndverðum meiði við umhverfið, eru ólátagjörn og óstýrilát. Þessi börn eru ekki mörg, en mikið ríður á, að kennarinn haldi vakandi auga með þeim og reyni að finna orsakirnar til þess, að þau hafa gefið tilefni til að vera talin fávitar, þessar orsakir er oftast að finna í skap- gerðarbrestum, og er ekki áhlaupaverk að kippa þeirn í lag. Þegar kennarinn hefur gengið úr skugga um, að barnið sé vitgrannt, en ekki fáviti, verður að útvega því samastað við þess hæfi. Þegar barnið hefur lokið skóla- göngu sinni, er það fermt og síðan sent brott frá skólaheimilinu og í svo- nefnda fjöskylduvernd. Fjölskylduverndin er tvenns konar: fjölskylduvernd á heimili barnsins og fjölskylduvernd hjá vandalausum og með eftirliti. Á þennan hátt komast börnin í heimilislegra umhverfi en stofnunin getur veitt þeim, en ekki eru allir fávitar þannig ska])i farnir og þroskaðir, að hægt sé að senda þá í fjölskylduvernd, og tekur stofnunin ákvörðun um, hverjir skuli njóta hennar og hverjir ekki. Síðan félags- málalöggjöfin gekk í gildi, hefur fávit- um, sem njóta fjölskylduverndar, fjiilgað mjög. Áður en barn er sent í fjölskyldu- vernd, er lieimilið athugað vandlega. Barn, sem nýtur fjöskylduverndar hjá foreldrum sínum, nýtur eftir sem áð- ur góðs af framfærzlunni, fær t. d. ókeypis læknishjálp og nokkurn fjár- styrk. Auk þess nýtur heimilið ráða, viðvíkjandi meðhöndlun fávitans, bæði hvað starf hans og fleira snertir. Á sumum litlu heimilunum okkar lieldur kennsla fávitans áfram eftir fermingaraldur, ef skapgerðargallar þeirra eru ekki Þrándur í Götu fyrir dvöl þeirra þar. Dvöl á slíku beimili getur hlíft bæði íávitanum og foreldr- um hans við ýmsum skakkaföllum. Fá- vitinn lærir á þessum heimilum al- genga vinnu og skilyrði eru góð til þess að hafa styrkjandi áhrif á skap- gerð lians, en hún er oft með þeim hætti, að fávitinn myndi oft stranda á blindskerjum, ef hann færi beint út í daglega lífið. Sum heimili veitn ungl- ingunum tækifæri til að halda skóla- námi áfram, þótt þeir séu komnir yfir fermingu. Fjölskylduvernd er á þenna hátt tnilliliður milli skólaheimilis og þjóðfélagsins, en tilgangurinn með framfærslunni er sá, að vanvitar, sem eru langmestur hluti fáVitanna, geti lifað og starfað, eins og hverjir aðrir þjóðfélagsþegnar. Ungum fávitum getur reynzt erfitt að venja sig á að eiga að spila upp á eigin spýtur og bera fulla ábyrgð gerða sinna. Öll skólaárin hafa þeir lifað þannig, að þeir hafa ekki þurft nema agnarögn ábyrgðartilfinningar, og nú eiga þeir allt í einu að hefja líf í heimi, sem ekki er sniðinn við þeirra hæfi, en getur eins vel gefið olnboga- skot og gleymt að taka tillit til lítilla fávita. Gangi allt vel í fjölskylduvernd- inni og langi fávitann til að verða enn sjálfstæðari, fær hann leyfi til að leita

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.