Heimili og skóli - 01.12.1950, Side 13
HEIMILI OG SKÓLI
129
aura. Það er auðvitað undir efnahag
foreldranna komið, hversu þessir viku-
peningar eiga að vera miklir, og einn-
ig eftir því, hvort þeir búa í borg eða
sveit.
En þessum vikupeningum fylgja
einnig skyldur. Hvert heimili getur
auðvitað ráðið því sjálft, hverjar þær
eiga að vera. Það má t. d. segja börn-
um, að fyrir þessa peninga verði þau
að kaupa allar afmælis- og jólagjafir,
sem þau kunni að vilja gefa. Seinna,
er börnin fara að ganga í skóla, mætti
t. d. láta þau kaupa sér alla penna,
blýanta o. s. frv. fyrir sína eigin pen-
inga. Ef þau vilja fara í kvikmynda-
húsið, verða þau að kaupa aðgöngu-
miðann fyrir samansparaða vikupen-
inga. Ef barnið langar til að eignast
einhvern hlut, sem ekki heyrir til
daglegum þörfum, verður það að
spara, þangað til komið er nóg fyrir
þennan hlut, hvort sem það er nú
vasaljós, fallegur hárborði, eða eitt-
hvað annað.
Þegar börnin eru orðin enn stærri,
gætum við t. d. reiknað út, hve mikið
fé þarf fyrir sokka handa þeim yfir
árið. Smátt og smátt má svo auka
þessa ábyrgð sem lögð er á herðar
barnsins bæta fleiri daglegum
þörfum við. Það verður auðvitað að
vera öruggt, að ekki þurfi meira fé
fyrir þessa hluti nú, þegar barnið á
að bera ábyrgð á þeim, en áður.
í viðbót við þessi vikulaun getur
barnið svo unnið sér inn peninga,
bæði utan heimilis og innan. Það er
þó ekki ætlunin, að börnunum sé
greitt fyrir hvert smávik, eru þau gera.
Þar verða allir að taka á sínar herð-
ar hluta af hinum margvíslegu störf-
um heimilisins, og börnin líka, af því
að þau eru hlekkur í einni heild, sem
nefnast heimili. En ýmislegt er það,
sem við vildum gjarnan greiða öðr-
um fyrir að vinna, er börnin gætu
gert, og mætti þá alveg eins greiða
þeim eitthvað lítilræði fyrir það; og
það er ekki lítilsvert atriði að læra
að þekkja sambandið á milli vinnu og
launa. Hér gæti verið að ræða um
eitthvert verulegt starf, sem þau
fengju greiðslu fyrir í eitt skipti fyr-
ir öll. Einnig gæti verið að ræða um
eitthvert lítið, en fast starf, er krefð-
ist sömu reglusemi eins og þegar pabbi
gengur til vinnu sinnar, eða mamma
eldar matinn. Og skal ég nefna nokk-
ur dæmi slíkra starfa, er komið gætu
til greina:
Ég myndi t. d. vilja greiða sjö ára
dreng föst vikulaun fyrir að sjá um,
að alltaf væri nægilegur eldiviður hjá
ofninum, t. d. 25 aurar á viku. Tíu
ára barn, sem þvær öll gólfin þrisvar
í viku, mætti t. d. fá eina krónu. Fyr-
ir allan bleyjuþvott mætti t. d. greiða
1.50 yfir vikuna. Þá mætti nefna dag-
legan uppþvott, þótt sumum kunni
að þykja eðlilegast, að það væri eitt
af hinum daglegu, ólaunuðu skyldu-
störfum. Á mínu heimili er því hag-
að þannig, að við höldum eins konar
fjölskyldufundi og þar ræðum við
meðal annars, hve mikið hverjum
beri að fá í kaup fyrir einhver ákveð-
in störf. Ef eitthvert barnið verður
leitt á starfi sínu, getur það sagt því
upp, og þá ræðum við á fjölskyldu-
fundunum, hvaða annað starf það geti
tekið að sér. Það ber þó að varast, að
börnunum verði fengið svo mikið
('Framhald á bls. 141).