Heimili og skóli - 01.12.1950, Qupperneq 15
HEIMILI OG SKÓLI
131
HANNES J. MAGNÚSSON:
Jól í hreysi
— — Kling-kling- kling! — Kling-
kling-kling! — Kling-kling-kling!
Hátíðlegur klukknahljómur barst
út yfir borgina. Það var líka hátíð
að ganga í garð. Aðfangadagskvöld
jóla var enn einu sinni komið yfir
kristinn heim.
Dökkklæddar fylkingar af prúð-
búnu fólki voru á leið til kirkjunn-
ar úr öllum áttum. Jólin voru
að koma, og þá var skylt að
helga jólabarninu sjálfu og guði föð-
ur svolitla stund, þrátt fyrir allt ann-
ríkið. Jólin voru þó stærsta hátíð árs-
ins, og það væri skammarlegt að fylla
ekki kirkjuna á slíkri hátíð. Fólkið
þokaðist áfram, hægt og hljóðlega.
og höllum.
Það var eins og kirkjuklukkurnar
segðu: Komið! komið! komið! Þær
kölluðu alla, alla til að hlusta á gleði-
boðskap jólanna.
Kirkjan var uppljómuð á hinn dýrð-
legasta hátt, svo að hvergi bar skugga
á. Hún varð brátt fullskipuð af hátíð-
legum kirkjugestum. Margraddaður
sálmasöngur og yndislegir orgelhljóm-
ar fylltu þetta fagra guðshús. En frá
altarinu og prédikunarstólnum hljóm-
aði: „Ég flyt yður mikinn fögnuð,
sem veitast mun öllu fólki, því að í
dag er yður frelsari fæddur.“ Já, það
var enn einu sinni runnin upp hátíð
yfir heiminn, og drottinn var sjálf-
ur gestur mannkynsins. Það voru
komin heilög jól.