Heimili og skóli - 01.12.1950, Page 20
136
HEIMILI OG SKÓLI
störfin undanfarna daga, — jólin voru
líka verzlunarhátíð. Nei, — hvaða vit-
leysa! Jólin eru aðeins heilög fagn-
aðarhátíð. Jæja, það hafði verið mik-
ið að gera. Það hafði mikið selzt, —
óhemju mikið. Já, hann varð hvíld-
inni feginn. Það var hvíld í því að
fara í kirkju. Það var auk þess alveg
sjálfsagt að hlýða á aftansöng. Það
gerði aðfangadagskvöldið enn hátíð-
legra.
Bifreiðin hans nam staðar hjá
skrautlegu húsi, fjölskyldan steig út
og gekk inn í hið uppljómaða hús.
Angandi lykt af jólamatnum — jóla-
kræsingunum — lagði á móti aðkomu-
fólkinu, því að vinnukonurnar höfðu
auðvitað jólamatinn tilbúinn. Það
veitti sannarlega ekki af að fá góðan
mat eftir kirkjugönguna. Húsmóðirin
leit eftir öllu. Það vantaði víst ekk-
ert. Það var gott. Svo hófst dýrlegt og
íburðarmikið borðhald. Það voru líka
jól í húsi ríkismannsins.
Eftir borðhaldið var gengið í kring-
um skrautlegt jólatré og úthlutað dýr-
mætum jólagjöfum. Greinar trésins
svignuðu undan ávöxtum og sælgæti.
Það voru líka jól í húsi ríkismannsins.
Sonur ríkismannsins var dálítið
þreytulegur. Hann reyndi að vera
glaður, en það skein enginn fögnuður
úr augum hans. Hann söng með, þeg-
ar aðrir sungu, en það var enginn
fögnuður í söng hans. Hann tók við
öllum gjöfunum, sem að honum voru
réttar. Þær voru margar og sumar
verðmætar. Hann þakkaði fyrir kurt-
eislega og alúðlega, en það var heldur
enginn fögnuður í hjarta hans vegna
allra þessara gjafa. Já, hann fékk svo
marga jólaböggla, að hann hafði aldrei
fengið fleiri.
„A ég þetta allt, mamma?“ spurði
hann, þegar hann leit yfir allar gjaf-
irnar. j
„Já, verzlunin hefur gengið vel í
ár,“ sagði faðir hans, „og við höfum
ráð á að gefa dregnum okkar jólagjaf-
ir. Finnst þér þetta of mikið?“
„Ég veit það ekki, — nei annars.
Ég þakka ykkur fyrir,“ sagði sveinn-
inn. „En fá allir svona miklar jólagjaf-
ir?“
„Allir, nei, nei, ég býst ekki við
því,“ sagði faðir hans. „Það hafa ekki
allir ráð á því“
„En fá þó ekki allir einhverjar jóla-
gjafir?"
„Ha, jú, jú. Ætli það ekki? Ætli
það fái nú ekki allir einhverjar jóla-
gjafir?“ mælti ríkismaðurinn.
Sveinninn tók við gjöfunum, skoð-
aði þær og reyndi að dást að þeim.
Jú, það voru sannarlega fallegar gjaf-
ir, það voru sannarlega jól á heimili
ríkismannsins, og þó var hann ekkert
glaður. Hann vissi ekki, hvernig á því
stóð. Hann vissi aðeins, að hann var
eitthvað leiður og þreyttur, — þreytt-
ur. Foreldrar hans voru glaðir. Vinnu-
konurnar voru glaðar og allt starfs-
fólkið. Allir voru glaðir — nema hann.
Hann bar jólagjafirnar inn í her-
bergið sitt. Hann ætlaði að skoða þær
betur á morgun, þá mundi hann hafa
meira gaman af þeim.
Kvöldið leið. Ljós logaði í hverjum
kima á heimili ríkismannsins. Skraut-
leg kerti loguðu í margarma kerta-
stjökum, og borðin svignuðu undan
alls konar kræsingum. Þægilegur ilm-
ur af ljúffengum ávöxtum fyllti húsið.
I