Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.08.1962, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI 59 ásamt hjúkrunarkonu skólans, farið með drenginn í sjúkrahúsið. Mér þótti þetta tortryggilegt og lét það verða mitt fyrsta verk að afla mér upplýsinga um málið. Það kom þá í ljós, sem mig reyndar grunaði, að eng- inn fótur var fyrir þessari sögu. En hins vegar rifjaðist það upp fyrir mér, að einmitt daginn áður hafði drengur misst vettlinginn sinn niður í þessa sömu steinþró, og hafði eimitt hinn nafngreindi kennari haft talsvert fyrir því að ná í vettlinginn. Ég tel lítinn vafa á, að þetta litla at- vik hafi ýtt svo undir ímyndunarafl drengsins og hugmyndaflug, að þessi saga varð til. Freistingin til að segja hana heima sem stórfrétt hefur orðið svo sterk, að hann féll fyrir henni. Þetta litla atvik sýnir, að það getur stundum verið varasamt fyrir foreldra að trúa öllu, án athugunar, sern börn- in segja frá af vettvangi skólans. Til- efnislaus tortryggni í garð barnanna er þó engu síður hættuleg, og það er betra að trúa ósannindum en rengja það, sem þau segja satt. Einhver algengustu ósannindi skóla- barna eru þau, sem nefna mætti varn- arósannindi. Það eru ósannindi til að verja sjálfan sig, þegar í eitthvert óefni er komið — þegar þau hafa vanrækt eitthvað, eða gert eitthvað, sem þau máttu ekki gera. Þetta er einkum al- gengt í sambandi við alls konar van- rækslu og er einkum algengt meðal barna frá vissum heimilum, þar sem hlutirnir eru ekki alltaf í sem beztu lagi: börnin mörg, þröng húsakynni o. s. frv. Þessi ósannindi eru sjaldan hugsuð fyrir fram, heldur neyðar- úrræði, þegar í óefni er komið. Þau eru afleiðing af öðru og eru stundum sök heimilanna, svo sem óstundvísi á morgnana. Þá er það gamalt ráð að segja, að klukkan hafi verið of sein, eða jafnvel staðið. Þessi ósannindi verða oft að vana, ef orsakirnar eru ekki upprættar í heim- ilunum, og börnin venjast þá á að segja ósatt með köldu blóði. Þessi hóp- ur skólabarna er ekki stór sem betur fer. En þetta getur gengið svo langt hjá einstaka börnum, að vafamál er, hvort þau vita sjálf hvenær þau segja satt eða ósatt. Þessi ósannindi eru oft- ast einnig tímabundin, en þó hættu- leg, því að virðing barnsins fyrir sann- leikanum hefur beðið mikinn hnekki, sem kannski verður erfitt að bæta úr. Hér koma svo nokkur dæmi um vís- vitandi ósannindi, sem eru hugsuð fyr- ir fram: Fyrir mörgum árum var í skólanum hjá okkur 9 ára drengur. Dag nokkurn kemur hann að máli við kennara sinn og biður um leyfi til að fara til tann- læknis, segist kveljast mjög af tann- pínu. Þetta var áður en tannlækninga- stofa kom í skólann og því óhægt að fylgjast með drengnum. Kennarinn varð við beiðni hans og kom drengur- inn ekki meir þann daginn. Næsta dag segir drengurinn aðspurður frá því, að tannlæknirinn hafi dregið úr sér tönn- ina, en biður enn um leyfi til að fara til hans, og nú þurfi að bora skemmd- an jaxl. Einnig þetta var veitt og sást snáðinn ekki meira þann dag. Þriðja daginn biður hann enn um leyfi til að fara á fund tannlæknisins, og nú á að rótarfylla jaxlinn. Kennarann grun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.