Heimili og skóli


Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 10

Heimili og skóli - 01.08.1962, Qupperneq 10
02 HEIMILI OG SKÓLI SIGURJÓN BJÖRNSSON: KYNLIF í umræðum og skrifum um uppeld- ismál er stöku sinnum á það minnzt, að æskilegt væri að fræða börn og unglinga eitthvað um kynferðislífið. Þó er tiltölulega hljótt um þau mál, enda eru þau mörgum all-viðkvæm. Eftir því sem ég starfa lengur að málefnum barna og unglinga verður mér ljósara, að á þessu sviði er t.als- vert slæmt gat í uppeldisvenjum okk- ar. Það virðist vera tiltölulega sjald- gæft, að fullorðið fólk liafi hispurs- lausa og heilbrio^ða afstöðu til kvnlífs- ins, og þar af leiðandi mjög sjaldgæft, að börn geti rætt við foreldra sína eða kennara um þessi efni. Sú fræðsla, sem börnum veitist, er mestmegnis fengin af götunni og eins og verða vill um slíka fræðslu er hún misjafnlega vel framreidd. Afleiðing þessa er, að mörg börn fá snemma mjög brenglaðar, rangar og ósiðlegar hugmyndir um kynlífið. Þau fá þá hugmynd, að kyn- líf sé ljótt og ógeðslegt. í huga margra er kynlíf sama og klám. Því verðúr ekki neitað, hverja skoð- un sem menn hafa á lífi mannsins og hlutverki hans hér í heimi, að kynlíf- geri ég ekki oft. Mér þykir þó ástæða til að vara við hættunni, sem stafar af ósannindum barna og þá ekki síður við þeim aðstæðum, sem hrinda þeim af stað. Segir Jrú barninu þínu alltaf satt? H. J. M. ið er mjög sterkur þáttur í atferli hans öllu. Og ef svo er litið á, að það sé ljótt og ógeðslegt, er maðurinn sannarlega syndum spillt vera, hlaðinn þungri erfðasynd. Hin þjakandi sektarkennd sem fylgir svo mörgum, stendur vissu- lega í beinu sambandi við þá dul og afneitun, sem hvílir yfir kynferðislíf- inu. Kynnautnin verður stolin nautn. Það lilýtur að draga á eftir sér þunga drögu að afneita jafn sterkum þætti í sjálfum sér. Það getur ekki leitt til góðs að halda jafn sterku afli utan við uppeldið. Til þess að kynhvötin færi fólki hamingju og blessun, þarf hún auðvitað að fá sitt uppeldi eins og önnur öfl í sálarlífi mannsins. Við þekkjum afleiðingarnar. Fjölda mörg hjónabönd eru ekki eins farsæl og vera ætti, vegna þess að kynlíf hjón- anna er óeðlilega þvingað. Mörg hjón eiga erfitt með að ræða saman um þessi mál og þar af leiðandi geta þau ekki komið sér saman um, hvemig tak- marka skuli barneignir. Því fylgja fleiri barnsfæðingar heldur en foreldr- unum eru kærkomnar og auk þess sí- felld hræðsla og öryggisleysi. Eg er heldur ekki í vafa um, að tals- vert mikið af þeirri lausung, sem gæt- ir hjá ungum stúlkum og hinn mikli fjöldi lausaleiksbarna (sem er mikið uppeldisvandamál, hvað sem öllum ömmum og öfum líður) á að nokkru leyti rætur að rekja til þess, að ungar stúlkur skortir kynferðilegt uppeldi. Fjölda margar unglingstelpur fara út |

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.